Innlent

Glitnir hækkar vexti af húsnæðislánum

Vextir af húsnæðislánum Glitnis hækka upp í 4,9% á mánudag, úr því að vera 4,15% fyrir hálfu örðu ári, þegar bankarnir hófu samkeppni á íbúðalánamarkaði. Hækkunin hefur ekki áhrif á kjör þeirra, sem þegar hafa tekið lán.

Vextir af óverðtryggðum lánum verða líka hækkaðir. Í tilkynningu frá Glitni segir að þetta sé gert eftir að Seðlabankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×