Innlent

Tíu særðust í mótmælum við aðskilnaðarmúr

Ísraelskir hermenn fyglgja palestínskum börnum í skólann við Havat Maon í útjaðri Vesturbakkans.
Ísraelskir hermenn fyglgja palestínskum börnum í skólann við Havat Maon í útjaðri Vesturbakkans. MYND/AP

Tíu manns hlutu sár í morgun þegar ísraelski herinn réðst til atlögu gegn Palestínumönnum sem voru að mótmæla aðskilnaðarmúrnum í nágrenni Jerúsalem.

Fólkið var að mótmæla múrnum í nágrenni við þorpið Bilin, rétt hjá Ramalla, sem er um tuttugu mínútna akstur frá Jerúsalem á svæði Palestínumanna. Yfirvöld í Ísrael hafa undanfarnar vikur verið að fylla upp í göt á múrnum í nágrenni við Jerúsalem. Múrinn er farinn að hafa veruleg áhrif á Palestínumenn sem nálægt honum búa, en hann er enn í byggingu. Þegar verkinu er lokið verður um að ræða rúmlega 700 kílómetra múr sem skilur Ísraela að frá svæðum Palestínumanna. Múrinn fer sums staðar inn á svæði Palestínumanna og margir óttast að þótt eiginleg landamæri eigi að vera önnur, þá muni múrinn í raun aðgreina þau tvö þjóðfélög sem friðarsamningar gera ráð fyrir að þarna verði til frambúðar. Í átökunum í morgun skutu ísraelskir hermenn gúmmíkúlum á mótmælendur, með þeim afleiðingum að tíu hlutu sár. Ljósmyndari sem fékk skot í sig sagði að hermenn hefðu skotið af tíu til fimmtán metra færi, þótt ljóst hefði mátt vera að hann hefði verið að störfum, en ekki að mótmæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×