Innlent

Björgunarsveitir og lögregla að störfum á Ísafirði

MYND/GVA

Björgunarfélag Ísafjarðar er að störfum í bænum ásamt lögreglu vegna veðursins sem fór að verða vont upp úr klukkan sex í morgun að sögn lögreglu. Ýmislegt smálegt hefur fokið og þakplötur losnuðu af einu einbýlishúsi. Sjógangur er mikill og gengur upp á höfnina en ekki hefur þurft að loka fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×