Erlent

Mannæta í Svíþjóð

Morð, mannát og blóðdrykkja er á meðal þess sem 29 ára gamall geðsjúkur Svíi er sakaður um að hafa stundað. Hann hefur viðurkennt að hafa banað tveimur konum til að öðlast krafta þeirra.

Mikill óhugur ríkir í Svíþjóð vegna málsins enda er mannát þar sjaldgæfur glæpur sem og annars staðar í Evrópu. Konurnar tvær voru myrtar í mars og í október á síðasta ári í bæjunum Jevle og Stuthjer, sem eru skammt norður af Stokkhólmi. Skömmu eftir morðin var 29 ára gamall maður handtekinn og í gær var hann formlega ákærður. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa stungið tvær konur margsinnis með hnífi, drukkið úr þeim blóð, skorið bita úr líkunum og lagt sér til munns.

Ódæðismaðurinn er vistaður á réttargeðdeild enda lítill vafi talinn leika á að hann sé veikur á geði. Hann hefur engar skýringar gefið á verknaðinum aðrar en þær að hann vildi öðlast styrk kvennanna sem hann áleit systur sínar.

Umföllun Expressen um málið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×