Erlent

Andanefja synti upp Thamesá

Dýrið svamlaði um fyrir framan breska þinghúsið.
Dýrið svamlaði um fyrir framan breska þinghúsið. MYND/AP

Vegfarendur við breska þinghúsið geta þessa stundina virt fyrir sér andanefju sem hefur synt upp ánna Thames og er nú kominn til Lundúna. Hundruð manna hafa safnast saman á árbökkunum til að fylgjast með andarnefjunni enda er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé til sem slíkt dýr hefur synt alla leið upp til Lundúna.

Til marks um hversu mikla athygli ferðalag andanefjunnar hefur vakið má nefna að Sky fréttastöðin er með beina útsendingu frá Thames þar sem af og til má sjá dýrið. Dýraverndarsinni sem fréttamaður stöðvarinnar ræddi við lýsti miklum áhyggjum af ferðalagi andanefjunnar og sagði að illa gæti farið fyrir henni ef hún héldi ekki aftur af stað til hafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×