Erlent

Íranar færa til fjármuni

Íranar eru byrjaðir að færa til fjármuni sem þeir geyma á bankareikningum erlendis. Bankastjóri íranska seðlabankans segir ástæðuna vera þá að Íranar vilji hafa vaðið fyrir neðan sig ef gripið verður til efnahagsþvingana gegn þeim.

 Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á að kjarnorkuáætlun Írana verði tekin fyrir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Íranar beittir þvingunum ef þörf krefur. Verði gripið til efnahagsþvingana gætu þær meðal annars falist í því að fjármunir Írana erlendis yrðu frystir í erlendum bönkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×