Lífið

Gyllenhaal til hjálpar

Jake Gyllenhaal
Jake Gyllenhaal MYND/AP

Leikarinn Jake Gyllenhaal er góður maður að hafa við hendina þegar kviknar í hótelinu þínu. Hann var ásamt fjölskyldu sinni á litlu lúxushóteli við San Francisco flóann, um jólin. Hótelið var tveggja hæða timburhús og þegar kviknaði í því var ekki við neitt ráðið.

Allir gestirnir komust út, en eigandi hótelsins, Daniel DeLong var í örvæntingu að reyna að bjarga einhverjum dýrmætum innanstokksmunum úr eldinum. Hann sá útundan sér að annar maður var hlaupandi inn og út með allskonar dót.

Þegar loks hótelið var alelda og DeLong horfði á það með tárin í augunum, var handleggur lagður hlýlega yfir axlir hans. Hann leit á manninn og sá að það var Gyllenhaal, sótsvartur í framan eftir björgunaraðgerðirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.