Ástarsorg, hjónabönd og drykkjuskapur 29. desember 2006 12:30 1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira