Ástarsorg, hjónabönd og drykkjuskapur 29. desember 2006 12:30 1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
1. Ljótur leikurÞegar Paul McCartney og Heather Mills tilkynntu um skilnað sinn í maí kenndu þau fjölmiðlum um sambandsslitin. Þegar leið á árið kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Skilnaðarskjölunum var lekið í fjölmiðla og Mills sakaði rómantíska bítilinn um heimilisofbeldi og drykkjuskap. Paul sneri vörn í sókn og sagði fyrirsætuna vera kolbrjálaða.2. Brúðkaup sem beðið var eftir Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga þann 17. nóvember í smábænum Bracciano á Ítalíu. Ekki vantaði neitt upp á glæsileikann og fjöldi fyrirmenna úr kvikmyndaheiminum lét sig ekki vanta en parið hafði í apríl fagnað fæðingu dóttur sinnar Suri. 3. Úr skólastúlku í hvítt hjólhýsahyskiBritney Spears var fyrirferðarmikil á síðum götublaðanna þetta árið. Fjölmiðlar spáðu því að hjónaband hennar og Kevin Federline myndi vart halda út árið og höfðu rétt fyrir sér. Í nóvember sendi söngkonan manni sínum textaboð um að þau væru skilin. Spears þótti síðan hegða sér full frjálslega á skemmtistöðunum ásamt sinni nýju vinkonu, Paris Hilton, en baðst afsökunar á framferði sínu eftir að hún var mynduð nærbuxnalaus á leið sinni á dansstað. 4. Stútur undir stýriMel Gibson komst í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn í Malibu, grunaður um ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður bað leikarann um að stíga út úr bifreið sinni ákvað Gibson að láta gyðinga heyra það óþvegið og vakti málið mikla athygli enda gyðingar valdamikill hópur í Bandaríkjunum. Var talað um að ferill Gibson í kvikmyndaborginni væri í mikilli hættu en hann baðst afsökunar á þessu öllu saman og fór í meðferð. 5. Endurkoma fyrirsætuKate Moss hafði verið ljósmynduð að taka kókaín í upptökuveri og var útskúfað úr tískuheiminum. Sjö mánuðum síðar var Moss komin aftur á stjá, öflugri en nokkru sinni áður og hafði endurheimt stöðu sína sem eftirsóttasta fyrirsæta heims. 6. ÆttleiðingarklúðurMadonna hélt til Malaví þar sem poppdrottningin ættleiddi strákinn David. Málið rataði á forsíður blaðanna þegar söngkonan var sökuð um að hafa brotið lög og reglur um ættleiðingar en óveðrinu slotaði fljótlega þegar hæstiréttur Malaví úrskurðaði ættleiðinguna lögleiða. 7. Barn ársinsShilou Nouvel Pitt Jolie hlýtur þennan titil enda lögðu ljósmyndarar líf sitt í hættu við að ná myndum af því. Shilou er dóttir leikaranna Brad Pitt og Angelinu Jolie sem eru daglegur fjölmiðlamatur og forsíðuefni. Hjónin ákváðu að eignast stúlkuna í Namibíu og fór landið á hvolf sökum ágangs fjölmiðla. 8. Fjórar giftingar, einn skilnaðurMYND/AFPBrjóstabomban Pamela Anderson og eilífðarrokkarinn Kid Rock gengu í það heilaga fjórum sinnum á jafnmörgum stöðum. Eftir aðeins fjóra mánuði ákvað Pamela að segja þetta gott og sótti um skilnað frá Rock. Anderson bar fyrir sig að hún hefði verið í svo góðu skapi þetta sumarið en það varði greinilega ekki að eilífu. 9. Sundur, saman og sundurEitt merkilegasta par síðari ára er án nokkurs vafa Sienna Miller og Jude Law. Þau byrjuðu saman eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Alfie og skildi Law þá við eiginkonu sína Sadie Frost. Nokkru síðar viðurkenndi Law að hafa haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna og flutti Miller út. Leikkonan hafði hins vegar ekki verið barnanna best enda hafði hún sofið hjá besta vini Laws, James Bond-leikaranum Daniel Craig. Parið tók því aftur saman enda staðan jöfn hvað framhjáhald varðar. Þau ákváðu síðan fyrr á þessu ári að segja þetta gott eftir að hafa verið sundur og saman í meira en heilt ár. 10. Kryddpíu-styrjöldÍ lok árs fór að hitna í kolunum hjá Eddie Murphy og fyrrum kryddpíunni Mel B. Parið átti von á barni og hugðist ganga í það heilaga. Murphy varpaði öllum að óvörum þó stórri sprengju í hollenskum spjallþætti þegar hann tilkynnti að þau væru hætt saman og síðar krafðist hann DNA-prófs vegna barnsins sem Mel gekk með undir belti. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum á næsta ári.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira