Innlent

Talsverður erill um helgina

Lögreglan í Reykjavík hafði í nægu að snúast um helgina. Aðfararnótt laugardags var maður á fimmtugsaldri stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveg og aðfararnótt sunnudags voru sex manns fluttir á slysadeild í Reykjavík með minniháttar meiðsl eftir pústra í miðbænum. Sá sem stunginn var liggur enn á gjörgæsludeild en stungumaðurinn situr enn í haldi lögreglu.

Þá var maður handtekinn á þjóðhátíðardag fyrir að hafa borið hníf upp að hálsi manns í miðbænum. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×