Íslendingar með heimsmet í viðskiptahalla 28. desember 2006 18:30 Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. Hallinn á viðskiptum Íslendinga við útlönd það sem af er þessu ári er um 205 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. Einfalda skýringin á þessu er að Íslendingar eru að kaupa meira frá útlöndum en þeir selja þangað. En þarna hefur útrás Íslendinga einnig áhrif, sem og flutningur á arði erlendra fyrirtækja frá Íslandi, miklar fjárfestingar í stóriðju og síðast en ekki síst gífurleg einkaneysla landsmanna. "Viðskiptahallinn hefur slegið hvert íslandsmetið af öðru og við teljum að svo mikill viðskiptahalli fái ekki staðist til lengdar," segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Hann segir ekki hægt að benda á aðrar þjóðir sem hafi eins neikvæðan jöfnuð og Íslendingar. Á móti komi að vísu að hluti hallans sé vegna mikilla framkvæmda og fjárfestinga sem eigi eftir að skila arði og leiða til aukinna tekna. Seðlabankastjóri segir að í framhaldinu eigi viðskiptajöfnuðurinn að verða hagstæðari. Hjá bankanum telji menn að draga muni úr hallanum á næsta ári. En viðskiptahallinn hefur vaxið mjög hratt frá árinu 2004. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segir að hættan sem fylgi svona halla fyrst og fremst vera ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Þetta sést vel á útgáfu erlendra aðila á svo kölluðum krónubréfum. Á aðeins tæpum tveimur árum hefur útgáfa þeirra farið úr að vera 1,5 prósent af landsframleiðslu í 25 prósent af landsframleiðslu. Í ágúst 2005 voru útgefin krónubréf upp á 15 milljarða en nú í desember eru þau komin vel yfir 250 milljarða króna. Erlent fjármagn hefur líka leitað til Íslands vegna þess hvað vextir eru háir hér. Þannig segir Ásgeir að útlendingar hafi að einhverju leyti fjármagnað hallann. "Hins vegar er staðreyndin samt sú að við erum orðin dálítið háð innflæði á erlendu fjármagni frá erlendum fjárfestum," segir Ásgeir. En það er ekki víst að þenslunni sé lokið. Ef ráðist verður í stækkun álversins í Straumsvík er það fjárfesting með virkjunum upp á 150 milljarða á fjórum árum og þá er ekki tekið tillit til áforma um byggingu nýrra álvera á Reykjanesi og á Húsavík. "Það er viss hætta á að hagkerfið nái ekki að lenda áður en farið er af stað aftur," segir Ásgeir. En almenningur ræður mjög miklu um stöðuna með neyslu sinni. "Einkaneyslan á Íslandi er mjög sveiflukennd og hefur verið. Ef við myndum t.d. sjá mjög hraða lækkun einkaneyslu á næsta ári, gæti það skapað rými fyrir nýjar stóriðjuframkvæmdir. En ef það gerist ekki getur brugðið til beggja vona með það, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. Hallinn á viðskiptum Íslendinga við útlönd það sem af er þessu ári er um 205 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. Einfalda skýringin á þessu er að Íslendingar eru að kaupa meira frá útlöndum en þeir selja þangað. En þarna hefur útrás Íslendinga einnig áhrif, sem og flutningur á arði erlendra fyrirtækja frá Íslandi, miklar fjárfestingar í stóriðju og síðast en ekki síst gífurleg einkaneysla landsmanna. "Viðskiptahallinn hefur slegið hvert íslandsmetið af öðru og við teljum að svo mikill viðskiptahalli fái ekki staðist til lengdar," segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Hann segir ekki hægt að benda á aðrar þjóðir sem hafi eins neikvæðan jöfnuð og Íslendingar. Á móti komi að vísu að hluti hallans sé vegna mikilla framkvæmda og fjárfestinga sem eigi eftir að skila arði og leiða til aukinna tekna. Seðlabankastjóri segir að í framhaldinu eigi viðskiptajöfnuðurinn að verða hagstæðari. Hjá bankanum telji menn að draga muni úr hallanum á næsta ári. En viðskiptahallinn hefur vaxið mjög hratt frá árinu 2004. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segir að hættan sem fylgi svona halla fyrst og fremst vera ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Þetta sést vel á útgáfu erlendra aðila á svo kölluðum krónubréfum. Á aðeins tæpum tveimur árum hefur útgáfa þeirra farið úr að vera 1,5 prósent af landsframleiðslu í 25 prósent af landsframleiðslu. Í ágúst 2005 voru útgefin krónubréf upp á 15 milljarða en nú í desember eru þau komin vel yfir 250 milljarða króna. Erlent fjármagn hefur líka leitað til Íslands vegna þess hvað vextir eru háir hér. Þannig segir Ásgeir að útlendingar hafi að einhverju leyti fjármagnað hallann. "Hins vegar er staðreyndin samt sú að við erum orðin dálítið háð innflæði á erlendu fjármagni frá erlendum fjárfestum," segir Ásgeir. En það er ekki víst að þenslunni sé lokið. Ef ráðist verður í stækkun álversins í Straumsvík er það fjárfesting með virkjunum upp á 150 milljarða á fjórum árum og þá er ekki tekið tillit til áforma um byggingu nýrra álvera á Reykjanesi og á Húsavík. "Það er viss hætta á að hagkerfið nái ekki að lenda áður en farið er af stað aftur," segir Ásgeir. En almenningur ræður mjög miklu um stöðuna með neyslu sinni. "Einkaneyslan á Íslandi er mjög sveiflukennd og hefur verið. Ef við myndum t.d. sjá mjög hraða lækkun einkaneyslu á næsta ári, gæti það skapað rými fyrir nýjar stóriðjuframkvæmdir. En ef það gerist ekki getur brugðið til beggja vona með það, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira