Innlent

Rafræn skýrsluskil hjá Fjármálaeftirlitinu

Frá og með ársbyrjun 2007 fer Fjármálaeftirlitið fram á að reglubundum skýrslum verði skilað á rafrænu formi inn á sérstakan vef eftirlitsins. Greint er frá þessu á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og jafnframt að nýja fyrirkomulaginu sé ætlað að tryggja öruggari flutning gagna yfir netið og um leið aðgengilegri og auðveldari skýrsluskil.

Útfærsla og endurbætur á rafrænum skýrsluskilum til Fjármálaeftirlitsins hefur verið til athugunar um hríð hjá eftirlitinu. Fyrr á árinu voru hugmyndir um endurbætur kynntar fyrir fulltrúum nokkurra eftirlitsskyldra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×