Lífið

Jóel djassaði á Domo

Jóel spilaði á saxófóninn af stakri snilld á tónleikunum eins og honum einum er lagið.
Jóel spilaði á saxófóninn af stakri snilld á tónleikunum eins og honum einum er lagið. MYND/Vilhelm

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hélt útgáfutónleika á Domo síðastliðið fimmtudagskvöld. Spilaði hann ásamt félögum sínum tónlist af nýrri plötu sinni, Varp. Voru tónleikarnir jafnframt hluti af tónleikaröð djassklúbbsins Múlans sem hefur nú hreiðrað um sig á Domo.

Jóel hlaut á dögunum tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunna, annars vegar fyrir plötu ársins og hins vegar fyrir lag ársins í flokki djasstónlistar.

Þær Sóley og Bryndís létu sig ekki vanta á útgáfutónleika Jóels.


.
Einar Óli og Margrét létu fara vel um sig.


.
Andri Guðmundsson og Pétur Heiðarsson hlýddu á fagra tóna Jóels Pálssonar.


.
Á meðal þeirra sem kíktu á tónleikana voru þau Halldór og Lilja sem virtust sátt við sitt.


.
Þessir tveir herramenn hlustuðu á tóna Jóels og félaga með mikilli athygli.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.