Lífið

Herramenn sleppa við jólaköttinn

Þorlákur Einarsson, Skjöldur Sigurjónsson, Guðjón Sigurðsson og Kormákur Geirharðsson voru glaðir yfir enduropnun verslunarinnar.
Þorlákur Einarsson, Skjöldur Sigurjónsson, Guðjón Sigurðsson og Kormákur Geirharðsson voru glaðir yfir enduropnun verslunarinnar. MYND/Hrönn

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar opnaði að nýju á dögunum eftir nokkurt hlé í húsi Kjörgarðs, Laugavegi 59. Í tilefni af opnuninni lagði umtalsverður fjöldi herramanna leið sína í nýju verslunina, sem eins og áður leggur áherslu á sérdeilis herralegan fatnað og ekki síður karlmannlegt og virðulegt umhverfi.

Gerðu gestir góðan róm að úrvali herrafatnaðar í nýju búðinni og höfðu menn á orði að það þyrfti enginn að fara í jólaköttinn sem færi til þeirra félaga fyrir jólin. Eigendur verslunarinnar eru þeir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson og verslunarstjóri er Þorlákur Einarsson.

Jökull Brynjarsson og Bjartur Skjaldarson eru glæsilegar fulltrúar ungra íslenskra herramanna.


.
Guðjón Sigurðsson er heiðursfyrirsæta og verndari verslunar Kormáks og Skjaldar.


.
Axel Hallkell og Hrafnkell Sigurðsson hafa verið dyggir viðskiptavinir herrafataverslunarinnar frá upphafi.


.

Tengdar fréttir

Chanel í Monte Carlo

Karl Lagerfeld ákvað að halda innreið sína til ríka og fræga fólksins í Monte Carlo á dögunum þar sem hann sýndi það nýjasta fyrir vorið og sumarið 2007. Lagerfeld hannar fyrir hátískumerkið Chanel og er það í miklum metum hjá heimafólki í Monte Carlo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.