Lífið

Nýr tískuþáttur

Turlington hefur gríðarlega reynslu af tískuheiminum, en spúsi hennar, leikarinn Ed Burns, er sagður vera ansi naskur við handritsgerð.
Turlington hefur gríðarlega reynslu af tískuheiminum, en spúsi hennar, leikarinn Ed Burns, er sagður vera ansi naskur við handritsgerð. MYND/Getty

Steven Spielberg framleiðir þáttaröð um fallvaltan glamúrheim tískunnar fyrir sjónvarpsstöðina Fox. Þáttaröðin, sem enn er nafnlaus, mun fjalla um fimm vini sem allir lifa og hrærast í tískuheiminum, en á meðal persóna verður ljósmyndari, hönnuður og fyrirsæta.

Spielberg hefur nú leitað liðsinnis vinahjóna sinna, fyrirsætunnar Christy Turlington og leikarans Ed Burns. Skötuhjúin hafa tekið að sér að skrifa handritið að þáttaröðinni, koma að framleiðslu og mun Burns væntanlega leikstýra þættinum.

Spielberg hefði vart getað leitað á betri mið en til ofurfyrirsætunnar Christy Turlington, sem er yfirleitt nefnd í sömu andrá og Linda Evangelista og Naomi Campbell. Kunnugir segja að þekking hennar á tískuheiminum sé ómetanleg í þessu verkefni, en að Burns sé hins vegar framúrskarandi í handritsgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.