Aðgerðir en ekki orð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. desember 2006 05:00 Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við sem erum komin á miðjan aldur og höfum vel bærileg laun gerum okkur ef til vill ekki næga grein fyrir aðstöðu margra sem ekki ná þeim lífsgæðum sem við hin þekkjum. Margir ráðamenn, t.d. alþingismenn, hafa sýnilega ekki fullnægjandi áhyggjur af stöðu þessa fólks. Deilt er um á Alþingi og víðar hvort fátækt fólk sé til á Íslandi, hversu fátækt það sé, hver margir skuli teljast fátækir og hvernig skilgreina skuli fátækt. Þessa árangurslitlu umræð má rekja allt aftur til kreppuáranna. Svo virðist sem einstök dæmi um halloka fólk hristi upp í deyfðinni sem í raun einkennir aðgerðir gegn fátækt á Íslandi. Jafnan dugar það ekki til breytinga. Mest af þessu á þó að vera hafið yfir deilur og ekki á að þurfa margar og viðamiklar rannsóknir til að raunveruleikinn verði ljós. Það á heldur ekki að þola neinum að gera lítið úr fátækt, reyna að dylja hana eða „útskýra burt“ með muldri um leti, almenn lífsgæði, ónóga hæfileika sumra, sjálfskipaða ógæfu eða með öðru viðlíka sem stundum heyrist frá fólki með völd. Samhjálp var ekki fundin upp vegna ólíkra hæfileika fólks heldur af því að flest okkar höfum jákvæðar og mennskar kenndir og viljum mannlega reisn; höfum kosið að lifa í samfélagi; viljum flest lágmarksjöfnuð. Í raun þekkja flestir dæmi um fáránleg lífsskilyrði fólks í einu auðugasta ríki heims. Við vitum flest af öryrkjum sem þurfa að búa og lifa fyrir langt innan við 100.000 krónur á mánuði, gamalt fólk með strípuð ellilaun sem rétt duga fyrir vistunarkostnaði og brýnustu nauðsynjum, barnahjón sem verða að lifa af vel innan við 200.000 krónum á mánuði að öllu meðtöldu eða einstæða foreldra með undir eða rétt yfir 100.000 krónur. Flestir vita hver húsaleiga er í landinu, að það kostar um 70.000 kr. á mánuði að skulda 10 milljónir í húsnæðislánakerfinu, að samgöngur og sími meðalfjölskyldu kosta ekki undir einhverjum tugum þúsunda á mánuði og að sama fjölskylda þarfnast tugþúsunda króna mánaðarlega til matar. Og hvað er þá eftir að borga? Heilmargt með litlu sem engu. Hvað er að? Mörg atriðanna eru öllum kunn. Laun ófaglærðra eru of lág. Hreyfing launafólks bitlítil. Vinnutími er of langur. Kynjajafnrétti slakt. Skattleysismörk of lág. Skattakerfið miskunnarlaust við láglaunafólk, öryrkja, þorra eftirlaunafólks og við ófáa sjúka. Tekjutenging bóta röng á köflum. Flestar grunnbætur allt of lágar. Úrræði vélræn en ekki nógu einstaklingsbundin. Þannig mætti lengi telja. Tekna til úrbóta má afla á marga vegu, einkum þó með því að forgangsraða öðru vísi en gert er enda ekki um gríðarmiklar krónutölur að ræða. Vissulega milljarða en ekki mjög marga. Nú er tækifæri til að ganga á hólm við lágmarkslaun innan við 100.000 kr. eða fátækt 7% íslenskra barna eða ofsköttun meirihluta aldraðra eða lögverndaða fjárkúgun á borð við þá sem sker 391.000 af 400.000 viðbótarsparnaði bótaþega. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn, ella skili menn auðum seðli í kjörkassann. Ég er tilbúinn til þess. Litlu breytir þótt einn flokkur leggi fram lausnir. Hér á landi eru samsteypustjórnir regla í stjórnmálunum. Þetta er áskorun. Ég sting upp á því að allir flokkar sem bjóða fram til alþingissetu í vor leggi fram skýrar, málefnabundnar og einfaldar lausnir á því helsta sem stingur í augu í gósenlandinu með fátæktarstimpilinn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun