Öllu lokið hjá McCartney og Mills 13. desember 2006 18:45 Heather Mills fær rúma sextán milljarða vegna skilnaðar síns og Pauls McCartney. MYND/Getty Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. News of the World heldur því fram að McCartney hafi samið um greiðslu upp á hundrað og tuttugu milljónir punda, sem samsvarar sextán milljörðum íslenskra króna, en auðævi Pauls eru metin á hundrað og sextán milljarða íslenskra króna. Samkvæmt News of the World var það dóttir Pauls, fatahönnuðurinn Stella McCartney, sem sannfærði hann um að semja við fyrirsætuna fyrrverandi en Stella hefur haft miklar áhyggjur af heilsufari föður síns. Bítillinn fyrrverandi fékk flökt fyrir hjartað fyrr á árinu og hefur verið í meðferð vegna þessa og er talið að Stella hafi ekki viljað sjá að skilnaðurinn myndi ganga af honum dauðum. „Stella sagði við pabba sinn að hamingjan væri ekki metin í peningum og það væri ekki þess virði að standa í svona málum," lætur heimildamaður News of the World hafa eftir sér. Frá því er greint í blaðinu að Mills verði formlega afhentar tíu milljónir punda, eða einn milljarður íslenskra króna, sem verði látnar renna til góðgerðasamtaka. Paul mun síðan greiða fyrir hús þeirra á Englandi, í Bandaríkjunum og Evrópu auk þess sem hann mun láta af hendi rúmlega tvö hundruð og sextíu milljónir í meðlag og þrjú hundruð og níutíu milljónir sem eiga að fara í laun handa starfsfólki Mills. Heimildarmaður blaðsins sagði að Paul væri létt og feginn að þessu væri lokið. Paul McCartney og Heather Mills skildu um miðjan maí og létu þá hafa eftir sér að þau hygðust láta skilnaðinn fara fram í kyrrþey. Talið er að Paul hafi farið fram á skilnað vegna óviðunandi ágreinings en hjónin sökuðu fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Bresku blöðin fögnuðu mörg hver þessum slitum enda hafa þau löngum haldið því fram að Mills væri á höttunum eftir peningum bítilsins. Mikið fjaðrafok varð síðan þegar skilnaðarskjölin láku út en þar hélt Mills því fram að Paul væri bæði dópisti og drykkjuhrútur sem hefði oftar en ekki látið hnefana tala. Mills hélt því jafnframt fram að Paul hefði beitt eiginkonuna sína sálugu, Lindu McCartney, ofbeldi og fram á sjónvarsviðið spratt náinn vinur Lindu, Peter Cox, sem hafði undir höndum upptökur en þar er Linda sögð tjá sig á opinskáan hátt um sambúð sína og Paul. McCartney kom í veg fyrir að þær birtust opinberlega og var síðan sagður hafa keypt þær af Cox. Lengi vel stefndi því í ljótan skilnað fyrir dómstólum á Bretlandi en ef News of the World hefur rétt fyrir sér er allt útlit fyrir að hulunni verði ekki svipt af því hvað fór fram milli Mills og McCartney. Dóttir Pauls hvatti hann til að ganga frá málinu áður en það gengi af honum dauðum.MYND/Getty . Stella hefur margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að henni sé meinilla við Heather Mills. . Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. News of the World heldur því fram að McCartney hafi samið um greiðslu upp á hundrað og tuttugu milljónir punda, sem samsvarar sextán milljörðum íslenskra króna, en auðævi Pauls eru metin á hundrað og sextán milljarða íslenskra króna. Samkvæmt News of the World var það dóttir Pauls, fatahönnuðurinn Stella McCartney, sem sannfærði hann um að semja við fyrirsætuna fyrrverandi en Stella hefur haft miklar áhyggjur af heilsufari föður síns. Bítillinn fyrrverandi fékk flökt fyrir hjartað fyrr á árinu og hefur verið í meðferð vegna þessa og er talið að Stella hafi ekki viljað sjá að skilnaðurinn myndi ganga af honum dauðum. „Stella sagði við pabba sinn að hamingjan væri ekki metin í peningum og það væri ekki þess virði að standa í svona málum," lætur heimildamaður News of the World hafa eftir sér. Frá því er greint í blaðinu að Mills verði formlega afhentar tíu milljónir punda, eða einn milljarður íslenskra króna, sem verði látnar renna til góðgerðasamtaka. Paul mun síðan greiða fyrir hús þeirra á Englandi, í Bandaríkjunum og Evrópu auk þess sem hann mun láta af hendi rúmlega tvö hundruð og sextíu milljónir í meðlag og þrjú hundruð og níutíu milljónir sem eiga að fara í laun handa starfsfólki Mills. Heimildarmaður blaðsins sagði að Paul væri létt og feginn að þessu væri lokið. Paul McCartney og Heather Mills skildu um miðjan maí og létu þá hafa eftir sér að þau hygðust láta skilnaðinn fara fram í kyrrþey. Talið er að Paul hafi farið fram á skilnað vegna óviðunandi ágreinings en hjónin sökuðu fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Bresku blöðin fögnuðu mörg hver þessum slitum enda hafa þau löngum haldið því fram að Mills væri á höttunum eftir peningum bítilsins. Mikið fjaðrafok varð síðan þegar skilnaðarskjölin láku út en þar hélt Mills því fram að Paul væri bæði dópisti og drykkjuhrútur sem hefði oftar en ekki látið hnefana tala. Mills hélt því jafnframt fram að Paul hefði beitt eiginkonuna sína sálugu, Lindu McCartney, ofbeldi og fram á sjónvarsviðið spratt náinn vinur Lindu, Peter Cox, sem hafði undir höndum upptökur en þar er Linda sögð tjá sig á opinskáan hátt um sambúð sína og Paul. McCartney kom í veg fyrir að þær birtust opinberlega og var síðan sagður hafa keypt þær af Cox. Lengi vel stefndi því í ljótan skilnað fyrir dómstólum á Bretlandi en ef News of the World hefur rétt fyrir sér er allt útlit fyrir að hulunni verði ekki svipt af því hvað fór fram milli Mills og McCartney. Dóttir Pauls hvatti hann til að ganga frá málinu áður en það gengi af honum dauðum.MYND/Getty . Stella hefur margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að henni sé meinilla við Heather Mills. .
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira