Öllu lokið hjá McCartney og Mills 13. desember 2006 18:45 Heather Mills fær rúma sextán milljarða vegna skilnaðar síns og Pauls McCartney. MYND/Getty Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. News of the World heldur því fram að McCartney hafi samið um greiðslu upp á hundrað og tuttugu milljónir punda, sem samsvarar sextán milljörðum íslenskra króna, en auðævi Pauls eru metin á hundrað og sextán milljarða íslenskra króna. Samkvæmt News of the World var það dóttir Pauls, fatahönnuðurinn Stella McCartney, sem sannfærði hann um að semja við fyrirsætuna fyrrverandi en Stella hefur haft miklar áhyggjur af heilsufari föður síns. Bítillinn fyrrverandi fékk flökt fyrir hjartað fyrr á árinu og hefur verið í meðferð vegna þessa og er talið að Stella hafi ekki viljað sjá að skilnaðurinn myndi ganga af honum dauðum. „Stella sagði við pabba sinn að hamingjan væri ekki metin í peningum og það væri ekki þess virði að standa í svona málum," lætur heimildamaður News of the World hafa eftir sér. Frá því er greint í blaðinu að Mills verði formlega afhentar tíu milljónir punda, eða einn milljarður íslenskra króna, sem verði látnar renna til góðgerðasamtaka. Paul mun síðan greiða fyrir hús þeirra á Englandi, í Bandaríkjunum og Evrópu auk þess sem hann mun láta af hendi rúmlega tvö hundruð og sextíu milljónir í meðlag og þrjú hundruð og níutíu milljónir sem eiga að fara í laun handa starfsfólki Mills. Heimildarmaður blaðsins sagði að Paul væri létt og feginn að þessu væri lokið. Paul McCartney og Heather Mills skildu um miðjan maí og létu þá hafa eftir sér að þau hygðust láta skilnaðinn fara fram í kyrrþey. Talið er að Paul hafi farið fram á skilnað vegna óviðunandi ágreinings en hjónin sökuðu fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Bresku blöðin fögnuðu mörg hver þessum slitum enda hafa þau löngum haldið því fram að Mills væri á höttunum eftir peningum bítilsins. Mikið fjaðrafok varð síðan þegar skilnaðarskjölin láku út en þar hélt Mills því fram að Paul væri bæði dópisti og drykkjuhrútur sem hefði oftar en ekki látið hnefana tala. Mills hélt því jafnframt fram að Paul hefði beitt eiginkonuna sína sálugu, Lindu McCartney, ofbeldi og fram á sjónvarsviðið spratt náinn vinur Lindu, Peter Cox, sem hafði undir höndum upptökur en þar er Linda sögð tjá sig á opinskáan hátt um sambúð sína og Paul. McCartney kom í veg fyrir að þær birtust opinberlega og var síðan sagður hafa keypt þær af Cox. Lengi vel stefndi því í ljótan skilnað fyrir dómstólum á Bretlandi en ef News of the World hefur rétt fyrir sér er allt útlit fyrir að hulunni verði ekki svipt af því hvað fór fram milli Mills og McCartney. Dóttir Pauls hvatti hann til að ganga frá málinu áður en það gengi af honum dauðum.MYND/Getty . Stella hefur margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að henni sé meinilla við Heather Mills. . Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Sjá meira
Breska blaðið News of the World telur sig hafa heimildir fyrir því að Paul McCartney hafi náð samkomulagi við Heather Mills um peninga vegna skilnaðar þeirra. News of the World heldur því fram að McCartney hafi samið um greiðslu upp á hundrað og tuttugu milljónir punda, sem samsvarar sextán milljörðum íslenskra króna, en auðævi Pauls eru metin á hundrað og sextán milljarða íslenskra króna. Samkvæmt News of the World var það dóttir Pauls, fatahönnuðurinn Stella McCartney, sem sannfærði hann um að semja við fyrirsætuna fyrrverandi en Stella hefur haft miklar áhyggjur af heilsufari föður síns. Bítillinn fyrrverandi fékk flökt fyrir hjartað fyrr á árinu og hefur verið í meðferð vegna þessa og er talið að Stella hafi ekki viljað sjá að skilnaðurinn myndi ganga af honum dauðum. „Stella sagði við pabba sinn að hamingjan væri ekki metin í peningum og það væri ekki þess virði að standa í svona málum," lætur heimildamaður News of the World hafa eftir sér. Frá því er greint í blaðinu að Mills verði formlega afhentar tíu milljónir punda, eða einn milljarður íslenskra króna, sem verði látnar renna til góðgerðasamtaka. Paul mun síðan greiða fyrir hús þeirra á Englandi, í Bandaríkjunum og Evrópu auk þess sem hann mun láta af hendi rúmlega tvö hundruð og sextíu milljónir í meðlag og þrjú hundruð og níutíu milljónir sem eiga að fara í laun handa starfsfólki Mills. Heimildarmaður blaðsins sagði að Paul væri létt og feginn að þessu væri lokið. Paul McCartney og Heather Mills skildu um miðjan maí og létu þá hafa eftir sér að þau hygðust láta skilnaðinn fara fram í kyrrþey. Talið er að Paul hafi farið fram á skilnað vegna óviðunandi ágreinings en hjónin sökuðu fjölmiðla um að hafa spillt sambandinu. Bresku blöðin fögnuðu mörg hver þessum slitum enda hafa þau löngum haldið því fram að Mills væri á höttunum eftir peningum bítilsins. Mikið fjaðrafok varð síðan þegar skilnaðarskjölin láku út en þar hélt Mills því fram að Paul væri bæði dópisti og drykkjuhrútur sem hefði oftar en ekki látið hnefana tala. Mills hélt því jafnframt fram að Paul hefði beitt eiginkonuna sína sálugu, Lindu McCartney, ofbeldi og fram á sjónvarsviðið spratt náinn vinur Lindu, Peter Cox, sem hafði undir höndum upptökur en þar er Linda sögð tjá sig á opinskáan hátt um sambúð sína og Paul. McCartney kom í veg fyrir að þær birtust opinberlega og var síðan sagður hafa keypt þær af Cox. Lengi vel stefndi því í ljótan skilnað fyrir dómstólum á Bretlandi en ef News of the World hefur rétt fyrir sér er allt útlit fyrir að hulunni verði ekki svipt af því hvað fór fram milli Mills og McCartney. Dóttir Pauls hvatti hann til að ganga frá málinu áður en það gengi af honum dauðum.MYND/Getty . Stella hefur margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að henni sé meinilla við Heather Mills. .
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Sjá meira