Frjálslyndi flokkurinn og málefni innflytjenda 4. desember 2006 05:00 Erlendu fólki hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sem er af erlendu bergi brotið og flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig að tryggt sé að ekki verði brotið á því fólki, því verði sýnd full virðing og mannréttindi. Enn bíðum við stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar úr nefndarstarfi um málefni innflytjenda, eins og samþykkt var á Alþingi í apríl 2006. Þinginu var lofað að sú stefnumörkun ætti að liggja fyrir 1. október síðastliðinn. Frjálslyndi flokkurinn telur það pólitískt ábyrgðarleysi að stjórnvöld skuli ekki hafa brugðist betur en raun ber vitni við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í því stóraukna streymi erlends vinnuafls hingað til lands sem var fyrirsjáanlegt að yrði eftir 1. maí síðastliðinn, þegar lög um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB var heimilað. Það er skoðun okkar að sú leið sem meirihluti Alþingis valdi í vor, að nýta ekki heimildir til frestunar ákvæða í EES-samningnum um frjálsa för, hafi verið mikil mistök. Við andmæltum þessu einir flokka harðlega í vor. Frestun á frjálsu flæði til 2009 eða 2011 hefði gefið okkur svigrúm til betri undirbúnings, auk þess sem ætla má að atvinnuástand í mörgum þeirra landa sem um ræðir hefði batnað eftir nokkurra ára veru þessara ríkja í ESB. Margt bendir til þess að málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi séu nú í ólestri. Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt, tilfelli eru þar sem brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti og áfram má telja. Mjög mikið innstreymi hefur verið af fólki hingað til lands og aldrei meira en síðustu mánuði. Nýjustu tölur sýna að fjöldi erlendra starfsmanna nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Varla er ofmælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu.Nokkrar áherslurVið í þingflokki Frjálslynda flokksins teljum að eftirfarandi skuli strax haft að leiðarljósi við þá vinnu að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hingað til:Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleigna. Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.Við viljum að unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl.Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla. Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun. Einnig er sjálfsagt að heilbrigðisyfirvöld verði á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.Það er afar mikilvægt að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki.Hægt að beita takmörkunumRétt er að vekja athygli á að það ferli að taka nú upp stýringu, eftirlit og takmörkun hefði verið mun einfaldara ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið er að ráðstöfunum í samfélaginu sem tryggja hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir.Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Við teljum unnt að gera það samkvæmt 112. og 113. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeim ákvæðum getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum.Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis eru nánar skýrð í athugasemdum við 112. gr. þar sem fram kemur að í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum.Við gerð EES-samningsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum eða vegna alvarlegrar röskunar á jafnvægi fasteignamarkaðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samningins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Erlendu fólki hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sem er af erlendu bergi brotið og flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig að tryggt sé að ekki verði brotið á því fólki, því verði sýnd full virðing og mannréttindi. Enn bíðum við stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar úr nefndarstarfi um málefni innflytjenda, eins og samþykkt var á Alþingi í apríl 2006. Þinginu var lofað að sú stefnumörkun ætti að liggja fyrir 1. október síðastliðinn. Frjálslyndi flokkurinn telur það pólitískt ábyrgðarleysi að stjórnvöld skuli ekki hafa brugðist betur en raun ber vitni við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í því stóraukna streymi erlends vinnuafls hingað til lands sem var fyrirsjáanlegt að yrði eftir 1. maí síðastliðinn, þegar lög um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB var heimilað. Það er skoðun okkar að sú leið sem meirihluti Alþingis valdi í vor, að nýta ekki heimildir til frestunar ákvæða í EES-samningnum um frjálsa för, hafi verið mikil mistök. Við andmæltum þessu einir flokka harðlega í vor. Frestun á frjálsu flæði til 2009 eða 2011 hefði gefið okkur svigrúm til betri undirbúnings, auk þess sem ætla má að atvinnuástand í mörgum þeirra landa sem um ræðir hefði batnað eftir nokkurra ára veru þessara ríkja í ESB. Margt bendir til þess að málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi séu nú í ólestri. Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt, tilfelli eru þar sem brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti og áfram má telja. Mjög mikið innstreymi hefur verið af fólki hingað til lands og aldrei meira en síðustu mánuði. Nýjustu tölur sýna að fjöldi erlendra starfsmanna nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Varla er ofmælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu.Nokkrar áherslurVið í þingflokki Frjálslynda flokksins teljum að eftirfarandi skuli strax haft að leiðarljósi við þá vinnu að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hingað til:Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleigna. Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.Við viljum að unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl.Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla. Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun. Einnig er sjálfsagt að heilbrigðisyfirvöld verði á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.Það er afar mikilvægt að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki.Hægt að beita takmörkunumRétt er að vekja athygli á að það ferli að taka nú upp stýringu, eftirlit og takmörkun hefði verið mun einfaldara ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið er að ráðstöfunum í samfélaginu sem tryggja hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir.Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Við teljum unnt að gera það samkvæmt 112. og 113. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeim ákvæðum getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum.Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis eru nánar skýrð í athugasemdum við 112. gr. þar sem fram kemur að í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum.Við gerð EES-samningsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum eða vegna alvarlegrar röskunar á jafnvægi fasteignamarkaðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samningins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar