Frjálslyndi flokkurinn og málefni innflytjenda 4. desember 2006 05:00 Erlendu fólki hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sem er af erlendu bergi brotið og flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig að tryggt sé að ekki verði brotið á því fólki, því verði sýnd full virðing og mannréttindi. Enn bíðum við stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar úr nefndarstarfi um málefni innflytjenda, eins og samþykkt var á Alþingi í apríl 2006. Þinginu var lofað að sú stefnumörkun ætti að liggja fyrir 1. október síðastliðinn. Frjálslyndi flokkurinn telur það pólitískt ábyrgðarleysi að stjórnvöld skuli ekki hafa brugðist betur en raun ber vitni við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í því stóraukna streymi erlends vinnuafls hingað til lands sem var fyrirsjáanlegt að yrði eftir 1. maí síðastliðinn, þegar lög um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB var heimilað. Það er skoðun okkar að sú leið sem meirihluti Alþingis valdi í vor, að nýta ekki heimildir til frestunar ákvæða í EES-samningnum um frjálsa för, hafi verið mikil mistök. Við andmæltum þessu einir flokka harðlega í vor. Frestun á frjálsu flæði til 2009 eða 2011 hefði gefið okkur svigrúm til betri undirbúnings, auk þess sem ætla má að atvinnuástand í mörgum þeirra landa sem um ræðir hefði batnað eftir nokkurra ára veru þessara ríkja í ESB. Margt bendir til þess að málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi séu nú í ólestri. Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt, tilfelli eru þar sem brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti og áfram má telja. Mjög mikið innstreymi hefur verið af fólki hingað til lands og aldrei meira en síðustu mánuði. Nýjustu tölur sýna að fjöldi erlendra starfsmanna nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Varla er ofmælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu.Nokkrar áherslurVið í þingflokki Frjálslynda flokksins teljum að eftirfarandi skuli strax haft að leiðarljósi við þá vinnu að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hingað til:Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleigna. Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.Við viljum að unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl.Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla. Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun. Einnig er sjálfsagt að heilbrigðisyfirvöld verði á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.Það er afar mikilvægt að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki.Hægt að beita takmörkunumRétt er að vekja athygli á að það ferli að taka nú upp stýringu, eftirlit og takmörkun hefði verið mun einfaldara ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið er að ráðstöfunum í samfélaginu sem tryggja hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir.Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Við teljum unnt að gera það samkvæmt 112. og 113. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeim ákvæðum getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum.Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis eru nánar skýrð í athugasemdum við 112. gr. þar sem fram kemur að í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum.Við gerð EES-samningsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum eða vegna alvarlegrar röskunar á jafnvægi fasteignamarkaðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samningins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Erlendu fólki hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sem er af erlendu bergi brotið og flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig að tryggt sé að ekki verði brotið á því fólki, því verði sýnd full virðing og mannréttindi. Enn bíðum við stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar úr nefndarstarfi um málefni innflytjenda, eins og samþykkt var á Alþingi í apríl 2006. Þinginu var lofað að sú stefnumörkun ætti að liggja fyrir 1. október síðastliðinn. Frjálslyndi flokkurinn telur það pólitískt ábyrgðarleysi að stjórnvöld skuli ekki hafa brugðist betur en raun ber vitni við þeim miklu þjóðfélagslegu áskorunum sem felast í því stóraukna streymi erlends vinnuafls hingað til lands sem var fyrirsjáanlegt að yrði eftir 1. maí síðastliðinn, þegar lög um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB var heimilað. Það er skoðun okkar að sú leið sem meirihluti Alþingis valdi í vor, að nýta ekki heimildir til frestunar ákvæða í EES-samningnum um frjálsa för, hafi verið mikil mistök. Við andmæltum þessu einir flokka harðlega í vor. Frestun á frjálsu flæði til 2009 eða 2011 hefði gefið okkur svigrúm til betri undirbúnings, auk þess sem ætla má að atvinnuástand í mörgum þeirra landa sem um ræðir hefði batnað eftir nokkurra ára veru þessara ríkja í ESB. Margt bendir til þess að málefni erlendra ríkisborgara á Íslandi séu nú í ólestri. Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt, tilfelli eru þar sem brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti og áfram má telja. Mjög mikið innstreymi hefur verið af fólki hingað til lands og aldrei meira en síðustu mánuði. Nýjustu tölur sýna að fjöldi erlendra starfsmanna nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Varla er ofmælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu.Nokkrar áherslurVið í þingflokki Frjálslynda flokksins teljum að eftirfarandi skuli strax haft að leiðarljósi við þá vinnu að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hingað til:Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleigna. Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.Við viljum að unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl.Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla. Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun. Einnig er sjálfsagt að heilbrigðisyfirvöld verði á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.Það er afar mikilvægt að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki.Hægt að beita takmörkunumRétt er að vekja athygli á að það ferli að taka nú upp stýringu, eftirlit og takmörkun hefði verið mun einfaldara ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið er að ráðstöfunum í samfélaginu sem tryggja hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir.Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Við teljum unnt að gera það samkvæmt 112. og 113. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeim ákvæðum getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum.Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis eru nánar skýrð í athugasemdum við 112. gr. þar sem fram kemur að í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum.Við gerð EES-samningsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum eða vegna alvarlegrar röskunar á jafnvægi fasteignamarkaðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samningins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun