Setið um stjörnurnar 4. desember 2006 14:30 Fólk sem situr um fræga einstaklinga er því miður frekar algengt fyrirbæri. Er þetta fólk jafnan haldið þeim ranghugmyndum að það tengist fólkinu á einhvern hátt og getur sú þráhyggja endað í alls kyns vitleysu. Lítið hefur verið um svona fólk hér á landi en undanfarið hefur hver stjarnan á fætur öðrum úti í heimi þurft að eiga afskipti af alla vega einni slíkri manneskju. Hafa oftast lögsóknir fylgt í kjölfarið þar sem „umsátursfólkið“ hefur undantekningalítið verið dæmt í nálgunarbann og jafnvel í fangelsi. Björk Björk er líklega þekktasti Íslendingurinn sem hefur lent í háska vegna „umsátursmanns“. Sendi hann söngkonunni sprengju í pósti og framdi síðan sjálfsvíg á meðan hann hlustaði á lag hennar. Ástæðan var sú að hann var afbrýðisamur út í kærasta Bjarkar. Sem betur fer fann nágranni undarlega lykt koma frá íbúð mannsins og lét lögregluna vita. Náði hún að bregðast við í tæka tíð áður en Björk komst í tæri við sprengjuna.Colin FarrellDessarae Bradford má ekki koma nær leikaranum Colin Farrel, syni hans James og móður hans Kim Bordenave en 150 metra samkvæmt dómsúrskurði. Ástæðan er sú að hún gekk upp að Farrell á meðan hann var gestur í þætti Jay Leno. Konan hafði verið á meðal áhorfenda. Farrell fylgdi henni baksviðs og var henni síðan vísað í burtu af öryggisvörðum. Farrell taldi konuna ógn við sig og fjölskyldu sína og taldi réttast að fara fram á nálgunarbann.Catherine Zeta JonesKona sem hótaði að skera leikkonuna Catherina Zeta-Jones í litla bita var dæmd í þriggja ára fangelsi á síðasta ári. Hin 35 ára Dawnette King sat um leikkonuna og sagðist vera ástfangin af eiginmanni hennar, leikaranum Michael Douglas. „Ég mun aldrei geta gleymt hegðun þinni. Alla mína ævi þarf ég að horfa yfir öxlina á mér af ótta,“ sagði Zeta-Jones við réttarhöldin. „Þú verður aldrei fræg og aldrei alræmd. Þú ert bara glæpamaður.“Mel Gibson Maður sem hafði verið dæmdur fyrir að hafa setið um leikarann Mel Gibson var dæmur í þriggja ára fangelsi á síðasta ári eftir að hafa brotið nálgunarbann. Zack Sinclair braut bannið þegar hann gekk upp að Gibson í kirkju á Malibu og spurði hvort hann mætti biðja bænir með honum. Þrátt fyrir að Gibson hafi ekki litið á hann sem mikla ógn taldi hann manninn geta ógnað fjölskyldu hans. Sinclair hafði fyrst samband við Gibson eftir að hann gaf út myndina The Passion of the Christ. Sendi hann Gibson tólf bréf þar sem stóð að Guð vildi að þeir myndu fara saman með bænir.Janet Jackson Hinn 46 ára Robert Gardner má ekki koma nálægt söngkonunni Janet Jackson næstu árin. Mætti hann með hníf og skæri í upptökuver sjónvarpsstöðvar þar sem Janet var gestur í þættinum Saturday Night Live. Vakti það að sjálfsögðu óhug söngkonunnar. „Ég vil ekki að litið sé á mig sem „umsátursmann“. Ég er einn af aðdáendum hennar,“ sagði maðurinn við réttarhöldin. Janet sagði manninn hafa búið til sögu um meint samband þeirra og að hann hafi elt hana og reynt að hitta í níu ár.Pamela AndersonKynbomban Pamela Anderson fékk þriggja ára nálgunarbann á William Peter Stansfield eftir að hann fór að spjalla við sjö ára son hennar í skóla hans. Stansfield sagði í blaðaviðtali að ásakanir Anderson væru fáránlegar.Sandra BullockLeikkonan Sandra Bullock fór fram á það við stjórnvöld að hún yrði látinn vita þegar maður að nafni Thomas James Weldon yrði látinn laus af geðsjúkrahúsi í Tennessee. Samkvæmt dómsmáli frá 2003 má Weldon ekki koma nær henni en 100 metra. Að sögn leikkonunnar hafði maðurinn sent henni tölvupósta og símbréf og skildi eftir skilaboð hjá henni og fjölskyldu hennar þar sem hann gaf til kynna að hann vildi eiga í ástarsambandi við hana. Hilary DuffUnglingur var nýverið handtekinn í Los Angeles grunaður um að sitja um og hóta leikkonunni Hilary Duff. Höfðu Duff, sem er nítján ára, og kærasti hennar Joel Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte óskað eftir nálgunarbanni gagnvart hinum átján ára Makism Myaskovsky. Játaði hann fyrir rétti þráhyggju sína og að hafa reynt allt til að ná athygli Duff. Hafði hann hótað að drepa sig og leit á Madden sem ógn sem þyrfti að ryðja úr vegi.EnyaSöngkonan Eyna hefur átt í vandamálum vegna frægðar sinnar og ríkidæmis. Einn maður braust inn í kastala söngkonunnar, batt þjónustustúlku hennar, og eyddi síðan tveimur klukkutímum í að reyna að finna Enya, sem náði að fela sig í öryggisherbergi. Þegar hún setti viðvörunarkerfið í gang slapp maðurinn með nokkra muni úr eigu hennar. Viku áður hafði maður brotist inn í hús Enya og var hann handtekinn skömmu síðar.Árið 1996 flutti 31 árs Ítali til Dublin til að búa nálægt söngkonunni. Stakk hann sig fyrir utan sveitakrá sem var í eigu foreldra hennar. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Sjá meira
Fólk sem situr um fræga einstaklinga er því miður frekar algengt fyrirbæri. Er þetta fólk jafnan haldið þeim ranghugmyndum að það tengist fólkinu á einhvern hátt og getur sú þráhyggja endað í alls kyns vitleysu. Lítið hefur verið um svona fólk hér á landi en undanfarið hefur hver stjarnan á fætur öðrum úti í heimi þurft að eiga afskipti af alla vega einni slíkri manneskju. Hafa oftast lögsóknir fylgt í kjölfarið þar sem „umsátursfólkið“ hefur undantekningalítið verið dæmt í nálgunarbann og jafnvel í fangelsi. Björk Björk er líklega þekktasti Íslendingurinn sem hefur lent í háska vegna „umsátursmanns“. Sendi hann söngkonunni sprengju í pósti og framdi síðan sjálfsvíg á meðan hann hlustaði á lag hennar. Ástæðan var sú að hann var afbrýðisamur út í kærasta Bjarkar. Sem betur fer fann nágranni undarlega lykt koma frá íbúð mannsins og lét lögregluna vita. Náði hún að bregðast við í tæka tíð áður en Björk komst í tæri við sprengjuna.Colin FarrellDessarae Bradford má ekki koma nær leikaranum Colin Farrel, syni hans James og móður hans Kim Bordenave en 150 metra samkvæmt dómsúrskurði. Ástæðan er sú að hún gekk upp að Farrell á meðan hann var gestur í þætti Jay Leno. Konan hafði verið á meðal áhorfenda. Farrell fylgdi henni baksviðs og var henni síðan vísað í burtu af öryggisvörðum. Farrell taldi konuna ógn við sig og fjölskyldu sína og taldi réttast að fara fram á nálgunarbann.Catherine Zeta JonesKona sem hótaði að skera leikkonuna Catherina Zeta-Jones í litla bita var dæmd í þriggja ára fangelsi á síðasta ári. Hin 35 ára Dawnette King sat um leikkonuna og sagðist vera ástfangin af eiginmanni hennar, leikaranum Michael Douglas. „Ég mun aldrei geta gleymt hegðun þinni. Alla mína ævi þarf ég að horfa yfir öxlina á mér af ótta,“ sagði Zeta-Jones við réttarhöldin. „Þú verður aldrei fræg og aldrei alræmd. Þú ert bara glæpamaður.“Mel Gibson Maður sem hafði verið dæmdur fyrir að hafa setið um leikarann Mel Gibson var dæmur í þriggja ára fangelsi á síðasta ári eftir að hafa brotið nálgunarbann. Zack Sinclair braut bannið þegar hann gekk upp að Gibson í kirkju á Malibu og spurði hvort hann mætti biðja bænir með honum. Þrátt fyrir að Gibson hafi ekki litið á hann sem mikla ógn taldi hann manninn geta ógnað fjölskyldu hans. Sinclair hafði fyrst samband við Gibson eftir að hann gaf út myndina The Passion of the Christ. Sendi hann Gibson tólf bréf þar sem stóð að Guð vildi að þeir myndu fara saman með bænir.Janet Jackson Hinn 46 ára Robert Gardner má ekki koma nálægt söngkonunni Janet Jackson næstu árin. Mætti hann með hníf og skæri í upptökuver sjónvarpsstöðvar þar sem Janet var gestur í þættinum Saturday Night Live. Vakti það að sjálfsögðu óhug söngkonunnar. „Ég vil ekki að litið sé á mig sem „umsátursmann“. Ég er einn af aðdáendum hennar,“ sagði maðurinn við réttarhöldin. Janet sagði manninn hafa búið til sögu um meint samband þeirra og að hann hafi elt hana og reynt að hitta í níu ár.Pamela AndersonKynbomban Pamela Anderson fékk þriggja ára nálgunarbann á William Peter Stansfield eftir að hann fór að spjalla við sjö ára son hennar í skóla hans. Stansfield sagði í blaðaviðtali að ásakanir Anderson væru fáránlegar.Sandra BullockLeikkonan Sandra Bullock fór fram á það við stjórnvöld að hún yrði látinn vita þegar maður að nafni Thomas James Weldon yrði látinn laus af geðsjúkrahúsi í Tennessee. Samkvæmt dómsmáli frá 2003 má Weldon ekki koma nær henni en 100 metra. Að sögn leikkonunnar hafði maðurinn sent henni tölvupósta og símbréf og skildi eftir skilaboð hjá henni og fjölskyldu hennar þar sem hann gaf til kynna að hann vildi eiga í ástarsambandi við hana. Hilary DuffUnglingur var nýverið handtekinn í Los Angeles grunaður um að sitja um og hóta leikkonunni Hilary Duff. Höfðu Duff, sem er nítján ára, og kærasti hennar Joel Madden úr hljómsveitinni Good Charlotte óskað eftir nálgunarbanni gagnvart hinum átján ára Makism Myaskovsky. Játaði hann fyrir rétti þráhyggju sína og að hafa reynt allt til að ná athygli Duff. Hafði hann hótað að drepa sig og leit á Madden sem ógn sem þyrfti að ryðja úr vegi.EnyaSöngkonan Eyna hefur átt í vandamálum vegna frægðar sinnar og ríkidæmis. Einn maður braust inn í kastala söngkonunnar, batt þjónustustúlku hennar, og eyddi síðan tveimur klukkutímum í að reyna að finna Enya, sem náði að fela sig í öryggisherbergi. Þegar hún setti viðvörunarkerfið í gang slapp maðurinn með nokkra muni úr eigu hennar. Viku áður hafði maður brotist inn í hús Enya og var hann handtekinn skömmu síðar.Árið 1996 flutti 31 árs Ítali til Dublin til að búa nálægt söngkonunni. Stakk hann sig fyrir utan sveitakrá sem var í eigu foreldra hennar.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Sjá meira