Framlag okkar bjargar mannslífum 1. desember 2006 05:00 Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun