Innlent

Stórtónleikar gegn stóriðju í kvöld

Stórtónleikar gegn stóriðju verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld. Tónleikanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en fjölmargir íslenskri og erlendir tónlistarmenn munu spila á tónleikunum, meðal annars Björk, Damon Albarn, Damien Rice, Mugison, Sigur Rós, múm, HAM og fleiri og fleri. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Ertu að verða náttúrulaus?" en með þeim vilja aðstandendur og tónlistamennirnir sem þar koma fram, vekja athygli á náttúru Íslands og þeirri hættu sem steðjar að henni vegna stóriðjuframkvæmda.Húsið opnar klukkan 18og það er eins gott að mæta snemma svo tónleikagestir missi ekki af þeim óvæntu uppákomum sem verða fyrir fyrsta tónlistaratriðið en ráðgert er að KK stígi fyrstur á stokk um klukkan 19:20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×