Innlent

Eldur á Njálsgötu

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í parhúsi á Njálsgötu um klukkan fjögurleitið í gær. Enginn var heimavið þegar eldurinn kom upp en þegar íbúar komu heim urðu þeir varir við reyk og kölluðu til Slökkvilið Reykjavíkur. Slökkvilið náði að ráða niðurlögum eldsins en var síðan kallað út aftur um sjöleitið þegar eldur hafði blossað upp að nýju gólfi íbúðarinnar sem er með spæni. Slökkviliðið vaktaði síðan íbúðina í nótt. Talið er að eldur hafi kviknað út frá rafmagni. Þá voru um 40 sjúkraflutningar hjá Slökkviliði Reykjavíkur en það er með meira móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×