Lífið

McQueen gerir brúðarkjólinn

Kate Moss Margir hönnuðir sóttu eftir því að fá að hanna brúðarkjól hennar.
Kate Moss Margir hönnuðir sóttu eftir því að fá að hanna brúðarkjól hennar.

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur ákveðið hvaða hönnuður fær hann þann heiður að hanna brúðarkjól hennar. Þetta er eftirsóknarvert meðal hönnuða enda Moss mikið tískutákn. Það er góðvinur hennar, Alexander McQueen, sem fær að hanna brúðarkjólinn og segist hann vera alsæll með að Moss treysti honum fyrir að gera kjólinn.

McQueen segir að kjóllinn verði óhefðbundinn. Fyrirsætan ætlar í hnapphelduna með rokkaranum Pete Doherty og mun brúðkaupið eiga sér stað á afmælisdegi Moss í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.