Lífið

Á þrjár konur

Kemur jafn vel fram við allar konurnar sínar.
Kemur jafn vel fram við allar konurnar sínar. MYND/Getty

Senegalski rapparinn Akon hefur viðurkennt fjölkvæni og kveðst eiga hvorki meira né minna en þrjár eiginkonur. Rapparinn játaði þetta í beinni útsendingu í viðtali á útvarpsstöð í New York en útgáfufyrirtæki hans hefur meinað honum að segja nokkuð meira um einkalíf sitt.

„Ég hef efni á að eiga jafn margar konur og mér sýnist,“ sagði Akon meðal annars. „Pabbi á fjórar konur. Allir gera þetta í Afríku,“ sagði Akon og bætti við að samkvæmt reglum Kóransins yrði hann að vera jafn útbær á blíðu sína við þær allar og það gerði hann samviskusamlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.