Lífið

Bófar fái ekki borgað

Bresk stjórnvöld undirbúa nú lagasetningu sem mun gera þeim kleift að gera upptækan allan ágóða sem glæpamenn kynnu að fá fyrir að deila sögu sinni með öðrum.

Samkvæmt drögunum mega þeir sem dæmdir hafa verið fyrir glæp ekki fá greitt fyrir að skrifa bækur um glæpi sína eða selja dagblöðum og forlögum. Þá verður þeim meinað að leika í myndum, sem fjalla um afbrot þeirra gegn, eða veita ráðgjöf við kvikmyndagerð.

Lögin munu hins vegar aðeins ná til greiðslu fyrir frásagnir af afbrotunum sjálfum en ekki til dæmis fangavistina eða aðra refsingu sem þeir hljóta. Drögin voru samin í kjölfarið á því að upp komst um að dæmdur hryðjuverkamaður á Norður-Írlandi, Johnny "Mad Dog" Adair, fékk háa fyrirframgreiðslu fyrir endurminningar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.