Lífið

Matgæðingaferð til Lyon

Bjarki Milmarsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Bjarki Milmarsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir beinu leiguflugi á Bocuse D'Or keppnina sem fram fer í Lyon 23. til 24. janúar 2007, þar sem Friðgeir Ingi Eiríksson mun keppa fyrir Íslands hönd. „Við ætlum með stappfulla þotu. Hún er ekki orðin full enn þá svo það er enn hægt að bóka," sagði Bjarki Hilmarsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbburinn stóð fyrir slíku leiguflugi í fyrsta skipti fyrir tveimur árum, en Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1999. „Það gafst svo vel að við vildum reyna aftur," sagði Bjarki.

Hverjum sem er er velkomið að panta sér sæti og mun Klúbbur matreiðslumeistara sjá matgæðingunum fyrir veitingum á leiðinni. „Það er ekki alveg komið á hreint hvað við gerum, en við verðum með lúðu, sem er einmitt eitt aðalhráefnið í Bocuse D'Or keppninni sjálfri," sagði Bjarki.

„Þegar við lendum tekur á móti okkur rúta sem brunar beint á fjögurra stjörnu hótel inni í miðbæ Lyon, en rútan mun líka fara með okkur á sýninguna á hverjum degi," sagði Bjarki, en truffluferð til að leita jarðsveppa er líka á dagskránni. Sæti í þotunni má panta á chef.is eða practical.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.