Lífið

Faðir Mick Jagger er látinn

Joe Jagger, faðir Micks Jagger úr The Rolling Stones, er látinn, 93 ára að aldri. Mick, sem var staddur í Bandaríkjunum á A Bigger Bang-tónleikaferðinni, flaug til Bretlands til að hitta pabba sinn eftir að hann hafði fengið lungnabólgu en flaug síðan til Las Vegas þar sem Stones hélt tónleika. Joe Jagger bjó skammt frá heimili sonar síns í suðvesturhluta London. Þar bjó hann ásamt konu sinni Evu þar til hún lést árið 2000, skömmu áður en þau áttu 60 ára brúðkaupsafmæli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.