Reyklaus böll í mörgum skólum 14. nóvember 2006 14:00 Arnar Ágústsson Ármaður MS sem hefur tekið upp þá reglu að banna reykingar á öllum böllum skólans. Fréttablaðið/vilhelm MYND/Vilhelm Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor. „Við ákváðum að prufukeyra þessa nýju reglu á lokaballinu okkar í vor og það er ótrúlegt hversu vel þetta leggst í fólkið," segir Arnar og bætir því við að Menntaskólinn við Reykjavík hafi verið fyrstur skóla til að gera þetta á síðasta ári. „Þetta er náttúrulega það sem koma skal á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum borgarinnar þannig að við vissum að við þyrftum að lúta að þessari reglu fyrr eða síðar. Við vildum bara vera nokkrum skrefum á undan." Arnar vill ekki meina að reykingabannið á böllum sé eitthvað tengt því veseni sem skólinn lenti í vegna mikilla óláta á busaballi skólans árið 2005. „Þetta tengist því ekki neitt en skólinn hefur samt sem áður á sér ljótan stimpil eftir það og því viljum við breyta." Félagslíf skólans hefur breyst síðan þessir atburðir urðu, og til að mynda hafa nemendur skólans ekki fengið að taka með sér gesti á böllin til þessa. Arnar segir að reykingabannið hafi mikil áhrif á böllin og segir þau ívið rólegri en áður. „Það er mjög skrýtið hversu mikið rólegri böllin eru þegar sígarettureykurinn er ekki í nösunum á öllum. En það segir okkur bara að reykurinn hefur meiri áhrif en við höldum," segir Arnar. Jónas Margeir Ingólfsson, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir félagið vera að skoða þennan möguleika innan skólans vel og vandlega. „Við hér höfum ákveðið að fara mjög lýðræðislega leið að þessu og leyfum þeim sem kaupa miða á böllin okkar að kjósa hvort þeir vilja hafa ballið reyklaust eða ei. Hingað til hafa fleiri viljað hafa reykingar á böllum, því miður," segir Jónas, en bætir því við að mikill áhugi sé meðal skólastjórnarinnar að hafa böllin reyklaus. „Þegar reykingabannið gengur í gildi í júlí munum við fagna því. Hvað er betra en ung og hrein lungu." Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor. „Við ákváðum að prufukeyra þessa nýju reglu á lokaballinu okkar í vor og það er ótrúlegt hversu vel þetta leggst í fólkið," segir Arnar og bætir því við að Menntaskólinn við Reykjavík hafi verið fyrstur skóla til að gera þetta á síðasta ári. „Þetta er náttúrulega það sem koma skal á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum borgarinnar þannig að við vissum að við þyrftum að lúta að þessari reglu fyrr eða síðar. Við vildum bara vera nokkrum skrefum á undan." Arnar vill ekki meina að reykingabannið á böllum sé eitthvað tengt því veseni sem skólinn lenti í vegna mikilla óláta á busaballi skólans árið 2005. „Þetta tengist því ekki neitt en skólinn hefur samt sem áður á sér ljótan stimpil eftir það og því viljum við breyta." Félagslíf skólans hefur breyst síðan þessir atburðir urðu, og til að mynda hafa nemendur skólans ekki fengið að taka með sér gesti á böllin til þessa. Arnar segir að reykingabannið hafi mikil áhrif á böllin og segir þau ívið rólegri en áður. „Það er mjög skrýtið hversu mikið rólegri böllin eru þegar sígarettureykurinn er ekki í nösunum á öllum. En það segir okkur bara að reykurinn hefur meiri áhrif en við höldum," segir Arnar. Jónas Margeir Ingólfsson, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir félagið vera að skoða þennan möguleika innan skólans vel og vandlega. „Við hér höfum ákveðið að fara mjög lýðræðislega leið að þessu og leyfum þeim sem kaupa miða á böllin okkar að kjósa hvort þeir vilja hafa ballið reyklaust eða ei. Hingað til hafa fleiri viljað hafa reykingar á böllum, því miður," segir Jónas, en bætir því við að mikill áhugi sé meðal skólastjórnarinnar að hafa böllin reyklaus. „Þegar reykingabannið gengur í gildi í júlí munum við fagna því. Hvað er betra en ung og hrein lungu."
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira