Lífið

Opnun lífsstílsbúðar fagnað með stæl

Verslunin 3 hæðir á Laugavegi hefur verið opin í smá tíma en á föstudaginn blésu aðstandendur búðarinnar til veislu í tilefni opnunarinnar. Fjölmenni var mætt til berja þessa svokölluðu lífsstílsbúð augum en þar kennir margra grasa og vöruúrvalið er afar fjölbreytt.

3 hæðir er skemmtileg að því leyti að í henni er hægt að fá hátísku fatahönnun, smávöru og svo á efstu hæð er veitingastaður þar sem hægt er að taka pásu í verslunarleiðangrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.