Lífið

Engin trúarbrögð

elton john Tónlistarmaðurinn Elton John vill banna trúarbrögð því þau ali á fordómum gagnvart samkynhneigðum.
elton john Tónlistarmaðurinn Elton John vill banna trúarbrögð því þau ali á fordómum gagnvart samkynhneigðum.

Tónlistarmaðurinn Elton John segir að banna eigi trúarbrögð því þau skorti samúð og ýti undir fordóma gagnvart samkynhneigðum. Elton heldur þessi fram í viðtali við tímaritið Music Monthly.

„Mér finnst trúarbrögð alltaf hafa alið á hatri gagnvart samkynhneigðu fólki. Frá mínum bæjardyrum séð ætti að banna þau í einu og öllu,“ sagði hann. „Skipulögð trúarbrögð virðast ekki virka. Þau breyta fólki í hatursfulla einstaklinga þar sem alla samúð skortir.“

Elton segist í viðtalinu vera andvígur Íraksstríðinu og segir að stuðningur Tonys Blair forsætisráðherra við Bandaríkin í Íraksmálinu hafi komið honum í koll. Hann ætlar einnig að halda áfram baráttu sinni gegn alnæmi, rétt eins og málefnum samkynhneigðra. „Ég get ekki setið hjá aðgerðarlaus, ég get það ekki lengur. Ég er næstum orðinn sextugur. Ég get ekki setið hjá og ég vil ekki gera það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.