Lífið

Heather klippt út

Paul McCartney. Allt myndefni sem tengist Heather Mills hefur verið fjarlægt af tónleikadiski sem Bítillinn fyrrverandi gefur út á næstu dögum.
Paul McCartney. Allt myndefni sem tengist Heather Mills hefur verið fjarlægt af tónleikadiski sem Bítillinn fyrrverandi gefur út á næstu dögum.

Myndskeið með Heather Mills hafa verið klippt út af tónlistarmynddiski sem Paul McCartney gefur út á næstunni og ber heitið The Space Within Us. Á honum verða upptökur af tónleikaferð kappans um Bandaríkin og herma fregnir að ekkert verði minnst á Mills sem þó ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin með McCartney og sást meðal annars láta hann hafa gítar á sviði fyrir framan þúsundir áhorfenda á einum tónleikunum. Þetta hefur nú allt verið fjarlægt vegna hörkunnar sem færst hefur í skilnað þeirra.

Hjónakornin fyrrverandi hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna daga eftir allt fjölmiðlafárið sem ríkti í kringum skilnaðinn en ásakanir um vafasama hegðun í hjónabandinu gengu á víxl. Í bresku pressunni er því haldið fram að Mills sækist eftir 80 milljónum punda sem samsvarar tíu milljörðum íslenskra króna, en eignir McCartneys eru metnar á rúma 130 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.