Lífið

Pete sendur á spítala

Pete Hann var ekki eins upplits-djarfur eftir að hann þurfti að dúsa á sjúkrahúsi í tvær klukkustundir.
Pete Hann var ekki eins upplits-djarfur eftir að hann þurfti að dúsa á sjúkrahúsi í tvær klukkustundir. MYND/Getty

Rokkarinn og eiturlyfjaneytandinn Pete Doherty þurfti að fara á sjúkrahús á dögunum. Ástæðan var sú að hann hafði fest einn af hringum Kate Moss á fingri sínum. Að sögn breska blaðsins The Sun hló Kate Moss allan tímann sem þau voru á sjúkrahúsinu, en það tók hjúkrunarkonur tvær klukkustundir að ná hringnum af fingri Pete.

Hjúkrunarkonurnar þurftu að nota sleipiefni og ýmis áhöld til að ná hringnum af og hafðist það fyrir rest. „Pete skammaðist sín en Kate hló allan tímann,“ sagði vinur parsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.