Lífið

50 Cent leikur löggu

50 Cent leikur að öllum líkindum á móti Robert De Niro í myndinni New Orleans.
50 Cent leikur að öllum líkindum á móti Robert De Niro í myndinni New Orleans.

Robert De Niro og bófarapparinn 50 Cent eru í lokaviðræðum um að taka að sér hlutverk í myndinni New Orleans. Um er að ræða pólitíska spennumynd sem gerist í kringum fellibylinn Katrina.

Myndin fjallar um löggu (De Niro) sem heldur að samstarfsfélagi sinn hafi látist í fellibylnum. Kemst hann síðan að því að hann var skotinn til bana. Fer hann að rannsaka morðið ásamt nýjum félaga sínum, leiknum af 50 Cent. Kemur þá í ljós að spilling er mikil innan lögreglunnar.

Myndin átti upphaflega að gerast í Los Angeles en sögusviðinu var breytt í New Orleans eftir að hamfarirnar gengu þar yfir.

Næsta mynd Robert De Niro heitir The Good Sheperd og er njósnatryllir. Leikstýrir hann myndinni sjálfur. Síðasta mynd 50 Cent var hin sjálfsævisögulega Get Rich Or Die Trying.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.