Lífið

Gagnrýnd af varaforseta

Kate Moss, Gagnrýnd af varaforseta Kólumbíu en talsmaður hennar vill ekki tjá sig um málið.
Kate Moss, Gagnrýnd af varaforseta Kólumbíu en talsmaður hennar vill ekki tjá sig um málið.

Nú hefur varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, gagnrýnt fyrirsætuna Kate Moss. Santos segir að það sé hneyksli að fyrirsætunni gangi allt í haginn eftir að hafa verið gripin glóðvolg við misnotkun á eiturlyfjum. Hann vísar þá í forsíður breskra dagblaða sem náðu mynd af Moss vera að neyta kókaíns.

Oft er sagt að Kólumbía sé land sem stjórnað er af undirheimastarfsemi sem tengist eiturlyfinu og segir Santos að allt kókaín sé brennimerkt af blóði saklausra borgara í Kólumbíu.

„Það er mikið ofbeldi og fjöldamorð sem fylgir þessum eiturlyfjum í mínu landi.“ Nú er Santos að fara af stað með herferð gegn eiturlyfinu sem nefnist „The Curse of Cocaine“, eða bölvun kókaínsins, og mun birtast í forvarnarhugleiðingum úti um allt í Bretlandi. Samkvæmt mælingum þar hefur neysla kókaíns aukist um helming á síðustu 10 árum. „Mér finnst fólk hafa verið alltof fljótt að taka fyrirsætuna Kate Moss í sátt eftir að hún var að neyta kókaíns, sem er blóði drifið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.