Lífið

Vatnsstríðið hafið

Herra X Þessi dularfulli maður stjórnar þáttunum með harðri hendi og mun jafnvel líta dagsins ljós áður en þættirnir taka enda.
Herra X Þessi dularfulli maður stjórnar þáttunum með harðri hendi og mun jafnvel líta dagsins ljós áður en þættirnir taka enda.

Sýningar á leiknum Gegndrepa hefjast næstkomandi fimmtudag á Skjá einum. Upptökur eru byrjaðar og í fyrsta þættinum verða keppendur kynntir til leiks ásamt því að þrjár árásir verða sýndar. Karl Lúðvíksson, annar framleiðandi þáttanna, segir að tökur hafi gengið vonum framar.

Leikurinn gengur út á það að 20 einstaklingar heyja vatnsstríð á götum Reykjavíkur og sá sem stendur uppi sem sigurvegari fær hálfa milljón að launum. Keppendur verða að reyna að taka úr umferð hina keppendurna með vatnsblöðrum eða vatnsbyssum og því er mikið búið að ganga á í tökum þáttanna.

Okkur bárust yfir þúsund umsóknir og það var hinn dularfulli Herra X sem valdi þessa einstaklinga úr hópnum, segir Karl en það vekur athygli að ansi margar konur eru í hópi keppenda þó að kynjahlutfallið sé ekki ljóst. Einnig er aldursbilið breitt en yngsti keppandinn er 18 og elsti 43 ára.

Herra X stjórnar þáttunum og ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hver þessi dularfulli maður sé. Hann heldur þó nafni sínu og útliti leyndu og verður spennandi að sjá hvort hann mun stíga fram í dagsljósið í þáttunum. Leikstjóri þáttanna er Guðjón Jónsson og framleiðsla þáttana er undir stjórn Spark Kvikmyndagerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.