Lífið

Býr til teiknimyndir

George Lucas. Leikstjórinn virti er hvergi nærri hættu að velta sér upp úr Stjörnustríðunum.
George Lucas. Leikstjórinn virti er hvergi nærri hættu að velta sér upp úr Stjörnustríðunum.

George Lucas, leikstjóri Stjörnustríðsmyndanna, er að búa til teiknimyndaseríuna Clone Wars sem er væntanleg í sjónvarp á næsta ári.

Teiknimyndin gerist á þeim tíma þegar lýðveldið á í borgarastyrjöld gegn aðskilnaðarsinnum sem lúta stjórn greifans Dooku.

Lítið var fjallað um þetta tímabil í Stjörnustríðsmyndunum og því segist Lucas vera spenntur að takast á við verkefnið. Þarna eru allar helstu persónurnar eins og Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi. Leikararnir sem fóru með hlutverk þeirra í kvikmyndunum munu þó ekki ljá persónunum rödd sína í teiknimyndinni.

Teiknimyndaserían er nokkurs konar framhald annarrar Stjörnustríðsseríu sem var sýnd í 25 þáttum á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network á árunum 2003 til 2005. Í nýju þáttaröðinni var aftur á móti notuð flottari tækni við gerð hennar.

Auk teiknimyndarinnar er Lucas að vinna að fjórðu Indiana Jones-myndinni. Við erum að vinna að henni. Við höfum ekki ákveðið hvernig handritið á að vera ennþá, sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.