Lífið

Hellvar í Berlín

Heiða er með hljómsveitinni Hellvar í Berlín.
Heiða er með hljómsveitinni Hellvar í Berlín.

Hljómsveitin Hellvar er stödd í Berlín þar sem leikið verður á fernum tónleikum. Hljómsveitin var einmitt stofnuð í Berlín fyrir rúmum tveimur árum og á þremur tónleikanna leikur hún með bandarísku sveitinni Zahnarzt sem var samtíða meðlimum Hellvars þar.

Heiða Eiríksdóttir er söngkona Hellvars en aðrir meðlimir eru Elvar Sævarsson, sem spilar á gítar og sér um forritun, og Flosi Þorgeirsson bassaleikari. Innan tíðar kemur út breiðskífa frá Hellvar en heyra má lög af henni á Myspace.com/hellvarmusic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.