Deilt á réttarkerfið með konfekti og kærleika 6. október 2006 17:00 Ármann Reynisson deilir á réttarkerfið í væntanlegri vinjettubók og að hætti sannra fagurkera býður hann nú lesendum sínum að kaupa handgert vinjettukonfekt og sérblandað kaffi með bókunum. MYND/Vilhelm Rithöfundurinn og athafnamaðurinn Ármann Reynisson sendir frá sér sína sjöttu vinjettubók um þessar mundir. Vinjettur eru örstuttar, myndrænar frásagnir og spruttu upp sem bókmenntaform í Frakklandi á 17. öld. Ármann hefur rutt þessari gömlu bókmenntagrein braut í íslenskum bókmenntum og undirtektir lesenda hafa verið það góðar að hann kynnir nú til sögunnar vinjettu munaðarvörulínu sem hann tengir beint við skáldverk sín. „Fólki sem les bækurnar mínar finnst upplagt að fá sér kaffi og konfekt í leiðinni og þaðan kom hugmyndin um þennan munaðarvarning," segir Ármann sem býður nú áskrifendum bóka sinna að kaupa handgert konfekt, sérblandað kaffi og silfur mokka- og desertskeiðar. „Mér finnst allt vera orðið svo venjulegt og langaði að koma með eitthvað sérstakt á markaðinn. Ég leitaði til færustu íslensku framleiðenda á hverju sviði og vann svo að hugmyndinni í samvinnu við þá. Hugmyndin er svo að bæta við vöruflokkinn á hverju ári. Ég hef þegar fengið góð viðbrögð við þessu og ef vel gengur gæti verið gaman að fylgja þessu eftir erlendis." Ármann er þegar farinn að sækja á erlendan markað og hann segir tvítyngda vinjettubók sem hann gaf út í Þýskalandi nýlega vera farna að spyrjast ágætlega út. „Ég er bjartsýnismaður og set hlutina af stað og læt svo lífið um að ráða því hvað gerist." Ármann byggir oftar en ekki ekki á eigin reynslu í vinjettum sínum og í nýju bókinni gefur hann íslensku réttarfari gaum en hann fékk sjálfur að kynnast því þegar hann stóð í málaferlum tengdum fjármálafyrirtækinu Ávöxtun. „Nokkrar sögurnar fjalla um þetta en Baugsmálið rak mig beinlínis út í að skrifa um fólkið sem starfar í réttarkerfinu. Embættisfólkið gerir jafnvel mistök eins og við hin en það er aldrei kallað til ábyrgðar og látið svara fyrir þau. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta nánar og veita þessu fólki aðhald enda er ómögulegt að segja hvar þetta endar ef aðhaldið er ekkert. Ég fékk gott tækifæri til þess að kryfja þessar persónur í Ávöxtunarmálinu og það nýtist mér nú. Flestir þeir sem ég kynntist þá eru enn í fullu fjöri en þeir kváðu mig ekki í kútinn þar sem ég lifnaði tvíefldur við og fór að skrifa um þetta fólk. Ég nýti reynsluna til þess að opna augu fólks fyrir umhverfinu og er alltaf að glíma við fjölbreytileika tilverunnar." Ármann ætlar að fagna útkomu nýju bókarinnar og vinjettuvarningnum með vinjettudegi í Iðu við Lækjargötu á laugardaginn. „Ég tók upp á því að halda vinjettudag í fyrra en þá fæ ég þekkta borgara til að koma og lesa upp vinjettur á hálftíma fresti. Hver les tvær sögur og er innan við tíu mínútur að því. Á milli upplestra gefst fólki kostur á að tala saman og njóta veitinga. Ég hugsa þetta sem nútíma sagnaskemmtun og það það skapast skemmtileg baðstofustemning þegar þessi háttur er hafður á." Ármann hefur sjálfur lesturinn klukkan 13 en útvarpskonan Andrea Jónsdóttir tekur við af honum. Síðan kemur hver upplesarinn á fætur öðrum fram eftir degi en Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, rekur lestina og les tvær vinjettur þegar degi fer að halla. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Rithöfundurinn og athafnamaðurinn Ármann Reynisson sendir frá sér sína sjöttu vinjettubók um þessar mundir. Vinjettur eru örstuttar, myndrænar frásagnir og spruttu upp sem bókmenntaform í Frakklandi á 17. öld. Ármann hefur rutt þessari gömlu bókmenntagrein braut í íslenskum bókmenntum og undirtektir lesenda hafa verið það góðar að hann kynnir nú til sögunnar vinjettu munaðarvörulínu sem hann tengir beint við skáldverk sín. „Fólki sem les bækurnar mínar finnst upplagt að fá sér kaffi og konfekt í leiðinni og þaðan kom hugmyndin um þennan munaðarvarning," segir Ármann sem býður nú áskrifendum bóka sinna að kaupa handgert konfekt, sérblandað kaffi og silfur mokka- og desertskeiðar. „Mér finnst allt vera orðið svo venjulegt og langaði að koma með eitthvað sérstakt á markaðinn. Ég leitaði til færustu íslensku framleiðenda á hverju sviði og vann svo að hugmyndinni í samvinnu við þá. Hugmyndin er svo að bæta við vöruflokkinn á hverju ári. Ég hef þegar fengið góð viðbrögð við þessu og ef vel gengur gæti verið gaman að fylgja þessu eftir erlendis." Ármann er þegar farinn að sækja á erlendan markað og hann segir tvítyngda vinjettubók sem hann gaf út í Þýskalandi nýlega vera farna að spyrjast ágætlega út. „Ég er bjartsýnismaður og set hlutina af stað og læt svo lífið um að ráða því hvað gerist." Ármann byggir oftar en ekki ekki á eigin reynslu í vinjettum sínum og í nýju bókinni gefur hann íslensku réttarfari gaum en hann fékk sjálfur að kynnast því þegar hann stóð í málaferlum tengdum fjármálafyrirtækinu Ávöxtun. „Nokkrar sögurnar fjalla um þetta en Baugsmálið rak mig beinlínis út í að skrifa um fólkið sem starfar í réttarkerfinu. Embættisfólkið gerir jafnvel mistök eins og við hin en það er aldrei kallað til ábyrgðar og látið svara fyrir þau. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta nánar og veita þessu fólki aðhald enda er ómögulegt að segja hvar þetta endar ef aðhaldið er ekkert. Ég fékk gott tækifæri til þess að kryfja þessar persónur í Ávöxtunarmálinu og það nýtist mér nú. Flestir þeir sem ég kynntist þá eru enn í fullu fjöri en þeir kváðu mig ekki í kútinn þar sem ég lifnaði tvíefldur við og fór að skrifa um þetta fólk. Ég nýti reynsluna til þess að opna augu fólks fyrir umhverfinu og er alltaf að glíma við fjölbreytileika tilverunnar." Ármann ætlar að fagna útkomu nýju bókarinnar og vinjettuvarningnum með vinjettudegi í Iðu við Lækjargötu á laugardaginn. „Ég tók upp á því að halda vinjettudag í fyrra en þá fæ ég þekkta borgara til að koma og lesa upp vinjettur á hálftíma fresti. Hver les tvær sögur og er innan við tíu mínútur að því. Á milli upplestra gefst fólki kostur á að tala saman og njóta veitinga. Ég hugsa þetta sem nútíma sagnaskemmtun og það það skapast skemmtileg baðstofustemning þegar þessi háttur er hafður á." Ármann hefur sjálfur lesturinn klukkan 13 en útvarpskonan Andrea Jónsdóttir tekur við af honum. Síðan kemur hver upplesarinn á fætur öðrum fram eftir degi en Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, rekur lestina og les tvær vinjettur þegar degi fer að halla.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira