Reynir, skólar og kristniboð 24. nóvember 2006 05:45 Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar