Innlent

Mikill verðmunur á fiski

Mikill verðmunur er á fiski milli verslana samkvæmt kverðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði þriðjudaginn 10. janúar síðast liðinn. Mestur er munurinn 111% á heilli hausaðri rauðsprettu sem kostaði frá 375 krónum upp í 790 krónur. Minnstur var munurinn 22% á reyktum ýsuflökum þar sem lægsta verð var 980 krónur en það hæsta var 1198 krónur. Kannað var verð á 27 ferskum fisktegundum í fiskbúðum og stórmörkuðum sem hafa fiskborð í verslunum sínum. Verðið var oftast lægst í FiskbúðinniÁrbjörgu, Hringbraut og í Fiskbúðinni okkar við Smiðjuveg en oftast dýrast í Fiskbúðinni Vör, Höfðabakka.

Niðurstöðurnar má finna með því að smella hér á heimasíðu ASÍ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×