Innlent

Formenn þingflokka hvetja til endurskoðunar á ritstjórnarstefnu DV

Formenn þingflokka á Alþingi taka undir ályktun ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna þar sem því er beint til ritstjórnar DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá formönnunum. Þeir vilja minna eigendur og ritstjórnir fjölmiðla á að tjáningarfrelsinu fylgir mikil ábyrgð og ber að forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu, eins og segir í siðareglum Blaðamannafélags Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×