Góðir gestir á Innipúkanum 4. ágúst 2006 13:30 Flott Throwing Muses eiga væntanlega eftir að heilla gesti Innipúkans næstkomandi laugardagskvöld. Hin skemmtilega hátíð Innipúkinn hefst í kvöld þar sem fram kemur rjóminn af íslensku tónlistarfólki auk áhugaverðra erlendra listamanna en hátíðin fer nú fram í fimmta skiptið. Steinþór Helgi Arnsteinsson kynnti sér betur erlendu gestina. Það verður að segjast alveg eins og er að erlendu gestirnir í ár eru ekki eins spennandi og þeir voru í fyrra, enda leiddu þar saman hesta sína til dæmis Cat Power, Blonde Redhead, Jonathan Richman og The Raveonettes. Erlendu gestirnir í ár eru þó langt frá því að vera einhverjir aukvisar eða óspennandi. Stærsta nafnið á hátíðinni í ár er án efa hin goðsagnakennda hljómsveit Television, með Tom Verlaine í fararbroddi. Þó að ekki margir þekki hljómsveitina eru áhrif hennar gífurleg, meðal annars á pönkið og hljómsveitir á borð við Strokes, Sonic Youth og jafnvel U2. Platan Marquee Moon frá árinu 1977 þykir eitt af meistaraverkum rokksögunnar og sem dæmi var hún í sæti númer tvö í nýjasta hefti tónlistartímaritsins Uncut yfir bestu frumburði sögunnar, einungis fyrsta plata Velvet Underground þótti betri. Frá 1978 hefur ferill Television verið nokkuð slitróttur en til Íslands mæta þó allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar, fyrir utan bassaleikarann Fred Smith.Ein farsælasta indí-sveit BandaríkjannaFrumkvöðlar Hljómsveitin Television hefur haft mikil áhrif á rokktónlist nútímans.Önnur goðsögn sem mun spila á Innipúkanum í ár er hljómsveitin Throwing Muses. Sú sveit var stofnuð af hálfsystrunum Kristinu Hersh og Tanyu Donelly á fyrri hluta 9. áratugarins og tengist hún mikið hinni gróskusömu Boston-bylgju sem var upp á sitt besta um 1990, með Pixies í farabroddi. Þó má fær góð rök fyrir því að Throwing Muses hafi lagt farveginn fyrir frekari vinsældir Pixies. Donelly sagði skilið við sveitina árið 1992 til að ganga til liðs við The Breeders (þar sem Kim Deal, bassaleikari Pixies, var einnig). Héldu þá margir að dagar sveitarinnar væru taldir en árið 1995 afsannaði sveitin allar slíkar getgátur með plötunni University sem fékk frábæra dóma beggja vegna Atlantshafsins. Hersh lagði sveitina síðan aðeins til hliðar nokkru seinna en árið 2003 kom út ný skífa frá sveitinni, samnefnd henni, sem fékk misjafna dóma en sé hún til dæmis borin saman við University er Throwing Muses-platan mun rokkaðri. Hljómsveitin hefur því vonandi engu gleymt og því verður forvitnilegt að sjá hana spila á Nasa á laugardagskvöldið. Hollensk stuðgella og rokkaðir DanirHinar erlendu sveitirnar eru ekki alveg af sömu stærðargráðu og Television og Throwing Muses en þær eru langt frá því að vera óáhugaverðar. Solex er sem dæmi eins manns hljómsveit frá Hollandi, skipuð hinni framsæknu Elisabeth Esselink. Hún hefur gefið út nokkrar plötur hjá bandaríska plötufyrirtækinu Matador sem hefur gefið út ekki minni spámenn en Mogwai, Yo La Tengo, Pavement og fleiri. Solex spilar skemmtilegt elektró-popp sem verður vafalaust hægt að dilla sér vel við. Á sunnudeginum spilar svo danska indírokksveitin Speaker Bite Me, sem hefur verið afar vinsæl í heimalandi sínu og jafnvel víðar frá síðasta hluta seinustu aldar. Plötur sveitarinnar hafa komið út víða um Evrópu og hefur sveitin meðal annars fengið lög sín spiluð í framsæknasta þætti MTV, Alternative Nation. Meðlimir sveitarinnar hafa allir verið mjög virkir í alls konar verkefnum og því hefur hljómsveitin ekkert verið alltof virk sem slík. Ný plata er þó væntanleg á næsta ári. Einn meðlimur Speaker Bite Me, Signe Høirup Wille-Jørgensen, mun einnig spila sérstaklega á föstudagskvöldinu undir nafninu Jomi Massage, sem er sólóverkefnið hennar. Hana má einnig berja augum í 12 Tónum í dag þegar hinir árlegu upphitunartónleikar fara fram. Auk Jomi Massage spila einnig Eberg, The Foghorns og Gavin Portland. Upphitunartónleikarnir byrja klukkan 16 og síðan er bara að skella sér á sjálfan Innipúkann um helgina. Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Hin skemmtilega hátíð Innipúkinn hefst í kvöld þar sem fram kemur rjóminn af íslensku tónlistarfólki auk áhugaverðra erlendra listamanna en hátíðin fer nú fram í fimmta skiptið. Steinþór Helgi Arnsteinsson kynnti sér betur erlendu gestina. Það verður að segjast alveg eins og er að erlendu gestirnir í ár eru ekki eins spennandi og þeir voru í fyrra, enda leiddu þar saman hesta sína til dæmis Cat Power, Blonde Redhead, Jonathan Richman og The Raveonettes. Erlendu gestirnir í ár eru þó langt frá því að vera einhverjir aukvisar eða óspennandi. Stærsta nafnið á hátíðinni í ár er án efa hin goðsagnakennda hljómsveit Television, með Tom Verlaine í fararbroddi. Þó að ekki margir þekki hljómsveitina eru áhrif hennar gífurleg, meðal annars á pönkið og hljómsveitir á borð við Strokes, Sonic Youth og jafnvel U2. Platan Marquee Moon frá árinu 1977 þykir eitt af meistaraverkum rokksögunnar og sem dæmi var hún í sæti númer tvö í nýjasta hefti tónlistartímaritsins Uncut yfir bestu frumburði sögunnar, einungis fyrsta plata Velvet Underground þótti betri. Frá 1978 hefur ferill Television verið nokkuð slitróttur en til Íslands mæta þó allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar, fyrir utan bassaleikarann Fred Smith.Ein farsælasta indí-sveit BandaríkjannaFrumkvöðlar Hljómsveitin Television hefur haft mikil áhrif á rokktónlist nútímans.Önnur goðsögn sem mun spila á Innipúkanum í ár er hljómsveitin Throwing Muses. Sú sveit var stofnuð af hálfsystrunum Kristinu Hersh og Tanyu Donelly á fyrri hluta 9. áratugarins og tengist hún mikið hinni gróskusömu Boston-bylgju sem var upp á sitt besta um 1990, með Pixies í farabroddi. Þó má fær góð rök fyrir því að Throwing Muses hafi lagt farveginn fyrir frekari vinsældir Pixies. Donelly sagði skilið við sveitina árið 1992 til að ganga til liðs við The Breeders (þar sem Kim Deal, bassaleikari Pixies, var einnig). Héldu þá margir að dagar sveitarinnar væru taldir en árið 1995 afsannaði sveitin allar slíkar getgátur með plötunni University sem fékk frábæra dóma beggja vegna Atlantshafsins. Hersh lagði sveitina síðan aðeins til hliðar nokkru seinna en árið 2003 kom út ný skífa frá sveitinni, samnefnd henni, sem fékk misjafna dóma en sé hún til dæmis borin saman við University er Throwing Muses-platan mun rokkaðri. Hljómsveitin hefur því vonandi engu gleymt og því verður forvitnilegt að sjá hana spila á Nasa á laugardagskvöldið. Hollensk stuðgella og rokkaðir DanirHinar erlendu sveitirnar eru ekki alveg af sömu stærðargráðu og Television og Throwing Muses en þær eru langt frá því að vera óáhugaverðar. Solex er sem dæmi eins manns hljómsveit frá Hollandi, skipuð hinni framsæknu Elisabeth Esselink. Hún hefur gefið út nokkrar plötur hjá bandaríska plötufyrirtækinu Matador sem hefur gefið út ekki minni spámenn en Mogwai, Yo La Tengo, Pavement og fleiri. Solex spilar skemmtilegt elektró-popp sem verður vafalaust hægt að dilla sér vel við. Á sunnudeginum spilar svo danska indírokksveitin Speaker Bite Me, sem hefur verið afar vinsæl í heimalandi sínu og jafnvel víðar frá síðasta hluta seinustu aldar. Plötur sveitarinnar hafa komið út víða um Evrópu og hefur sveitin meðal annars fengið lög sín spiluð í framsæknasta þætti MTV, Alternative Nation. Meðlimir sveitarinnar hafa allir verið mjög virkir í alls konar verkefnum og því hefur hljómsveitin ekkert verið alltof virk sem slík. Ný plata er þó væntanleg á næsta ári. Einn meðlimur Speaker Bite Me, Signe Høirup Wille-Jørgensen, mun einnig spila sérstaklega á föstudagskvöldinu undir nafninu Jomi Massage, sem er sólóverkefnið hennar. Hana má einnig berja augum í 12 Tónum í dag þegar hinir árlegu upphitunartónleikar fara fram. Auk Jomi Massage spila einnig Eberg, The Foghorns og Gavin Portland. Upphitunartónleikarnir byrja klukkan 16 og síðan er bara að skella sér á sjálfan Innipúkann um helgina.
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira