Innlent

Hreinar fjörur í Hafnarfirði

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður MYND/GVA

Í sumar verða allar fjörur í eldri hluta Hafnarfjarðarbæjar hreinar. Í dag var tekin í notkun dælustöðin við Norðurgarð en með því lauk fyrri hluta áfanga stórframkvæmda Fráveitu Hafnarfjarðar.

Dælustöðin við Norðurgarðinn er byggð í kverkinni vestan við Norðurgarðinn. Í tengslum við framkvæmdirnar hafa verið lagðir göngu- og hjólreiðastígar meðfram ströndinni. Þegar framkvæmdum verður lokið munu göngustígar mynda sjö kílómetra langan strandstíg.

Seinni áfangi framkvæmdanna er bygging dælu- og hreinsistöðvar í Hraunsvík. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið sumarið 2007. Þá verður allt skólp komið niður á tuttugu metra dýpi og um tvo kílómetra út frá ströndinni í Hraunsvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×