Gagnkvæm virðing, jafnræði og breytilegt samfélag 20. september 2006 06:00 Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég las nýlega grein um konu í blaðinu þar sem hún vildi vita hvert íslenska ríkisstjórnin stefndi varðandi málefni innflytjenda. Hún kom með marga góða punkta í greininni sem væri við hæfi að skoða vandlega. Í mörgum löndum í Evrópu í dag er Evrópusambandið ásamt ríkisstjórnum, sveitarfélögum, félagasamtökum og almenningi að vinna hörðum höndum saman að því að kynna hugtakið ÞÁTTTAKA. Það er að segja að vekja almenning til umhugsunar á mikilvægi þess að hvetja og aðstoða alla í samfélaginu til að vera virkir þátttakendur óháð uppruna, trú, þjóðerni, kynþáttar, litarhætti, útliti o.s.frv. Þetta er nokkuð sem við verðum öll að gera okkur grein fyrir og vera meðvituð um. En sérstaklega ríkisstjórnin. Við verðum að gera öllum kleift að vera með og í leiðinni að fjarlægja það sem heldur okkur í sundur þ.á m. fordóma, misskilning, óþarfa ótta, fáfræði, staðalmyndir, öfgahyggju, hatur o.s.frv. En þetta á að vera gagnkvæmt. Ríkisstjórnin má ekki bíða of lengi fyrir hlutina að byrja að versna áður en þau grípa í taumana eins og hefur oft gerst erlendis. Það margborgar sig að gera ráðstafanir um leið og samfélagið er augljóslega byrjað að breytast. En þau sem ef til vil vilja leggja leið sína hingað eða eru nú þegar hérna þurfa líka að leggja sitt af mörkum og sýna fúsleika til að vera með og það þýðir oft á tíðum hugarfarsbreytingar hjá þeim líka. Svo þurfa ráðamenn að gera sér grein fyrir þvi að í þessu samhengi er alltaf þörf fyrir samstarf við félagasamtök. Í dag er hægt að finna slíkt á Íslandi að nafni Ísland Panorama. Við verðum að gera allt til að forðast það sem við höfum séð gerast í kringum okkur og á öðrum stöðum álfunnar. Við getum gert þetta vel ef við forðumst aðgerðarleysi og bregðumst við tímanlega og það er nú. Ísland er orðið stór partur af svokölluðu alþjóðlegu samfélagi þar sem fólk af mismunandi uppruna þarf daglega að eiga í gagnkvæmum samskiptum. Við þurfum ekki að vera eitthvað hrædd eða fordómafull bara því að sumir eru öðruvísi að sjá. Og þau sem vilja koma þurfa að vera tilbúin fyrir breytingar í lífinu. Sýnum umburðarlyndi og gefum öllum tækifæri. Byggjum betra samfélag sem er öllum í hag og verum til fyrirmyndar. Ríkisstjórn og ráðamenn, ekki fresta nauðsynlegum aðgerðum endalaust. Framkvæmum nú. Næsta ári er Evrópu árið fyrir "Jafnræði fyrir alla" eða European Year of Equal Opportunities. Félagsmálaráðuneytið hyggst taka þátt og vonumst við til þess að þetta verði sýnt í verki. Við höfum engu að tapa og allt til að vinna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar