Systur og sandpappír 29. júlí 2006 10:00 Systurnar sjö og glitrandi vörubretti Franski listamaðurinn Serge Comte sýnir í 101 galleríi. MYND/Vilhelm Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýningarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimmeri í ýmsum litum. "Ég fékk hugmyndina þegar ég var á göngu að vetri til við höfnina í Reykjavík og rak augun í bretti sem glitraði svo fallega vegna frostrósa sem myndast höfðu á því. Síðar tók ég að safna flutningabrettum í hverfinu mínu af mismunandi stærðum." Serge segist áður hafa haldið sýningu á brettum í Frakklandi en þá var hugmyndin að baki verkunum önnur. "Nú ákvað ég að persónugera þau eins og manneskjur sem eru að bíða eftir einhverju, en vita ekki hverju. Þau eru dálítið einmanaleg í bið sinni og því ákvað ég að gefa þeim andlitslyftingu og lyfta þeim þannig upp." Verkið kallast "Sjö systur" með vísun í stjörnunar sjö á himnafestingunni og goðsögnina sem þeim fylgir. Hitt verkið á sýningunni byggir á 20 stykkjum af A4 stærð af sandpappír, sem Serge hefur prentað á andlitsmyndir, af konum sem eru munnlausar. "Verkið heitir "Hinar hljóðu," en ég tók myndir af erótískum vefsíðum sem sýna konur og setti á sandpappírinn. Hugmyndin að baki bæði þessu verki og brettaverkinu snýr að því sem er yfirgefið á einhvern hátt, skilið eftir og ekki hefur verið hugsað um. Þegar ég var til dæmis að setja andlitsmyndirnar af munnlausu konunum á sandpappírinn, þá var eins og ég væri að setja þær í jihad-búning, með hulu fyrir munninn. Þannig fór ég að hugsa um þær öfgar sem eru ráðandi annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar Austurlöndum. Konan er berstrípuð án blygðunar í okkar heimi en fullkomlega hulin í Austurlöndum. Þá eru brettin eins og konurnar á erótísku vefsíðunum nafnlaus." Að sögn Serge eru þetta helstu viðfangsefni sýningarinnar sem var opnuð í gær. Sýningin í 101 galleríi stendur til 2. september og er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá 14-18. Menning Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýningarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimmeri í ýmsum litum. "Ég fékk hugmyndina þegar ég var á göngu að vetri til við höfnina í Reykjavík og rak augun í bretti sem glitraði svo fallega vegna frostrósa sem myndast höfðu á því. Síðar tók ég að safna flutningabrettum í hverfinu mínu af mismunandi stærðum." Serge segist áður hafa haldið sýningu á brettum í Frakklandi en þá var hugmyndin að baki verkunum önnur. "Nú ákvað ég að persónugera þau eins og manneskjur sem eru að bíða eftir einhverju, en vita ekki hverju. Þau eru dálítið einmanaleg í bið sinni og því ákvað ég að gefa þeim andlitslyftingu og lyfta þeim þannig upp." Verkið kallast "Sjö systur" með vísun í stjörnunar sjö á himnafestingunni og goðsögnina sem þeim fylgir. Hitt verkið á sýningunni byggir á 20 stykkjum af A4 stærð af sandpappír, sem Serge hefur prentað á andlitsmyndir, af konum sem eru munnlausar. "Verkið heitir "Hinar hljóðu," en ég tók myndir af erótískum vefsíðum sem sýna konur og setti á sandpappírinn. Hugmyndin að baki bæði þessu verki og brettaverkinu snýr að því sem er yfirgefið á einhvern hátt, skilið eftir og ekki hefur verið hugsað um. Þegar ég var til dæmis að setja andlitsmyndirnar af munnlausu konunum á sandpappírinn, þá var eins og ég væri að setja þær í jihad-búning, með hulu fyrir munninn. Þannig fór ég að hugsa um þær öfgar sem eru ráðandi annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar Austurlöndum. Konan er berstrípuð án blygðunar í okkar heimi en fullkomlega hulin í Austurlöndum. Þá eru brettin eins og konurnar á erótísku vefsíðunum nafnlaus." Að sögn Serge eru þetta helstu viðfangsefni sýningarinnar sem var opnuð í gær. Sýningin í 101 galleríi stendur til 2. september og er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá 14-18.
Menning Mest lesið „Oflæti æskunnar vinnur með manni“ Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira