Systur og sandpappír 29. júlí 2006 10:00 Systurnar sjö og glitrandi vörubretti Franski listamaðurinn Serge Comte sýnir í 101 galleríi. MYND/Vilhelm Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýningarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimmeri í ýmsum litum. "Ég fékk hugmyndina þegar ég var á göngu að vetri til við höfnina í Reykjavík og rak augun í bretti sem glitraði svo fallega vegna frostrósa sem myndast höfðu á því. Síðar tók ég að safna flutningabrettum í hverfinu mínu af mismunandi stærðum." Serge segist áður hafa haldið sýningu á brettum í Frakklandi en þá var hugmyndin að baki verkunum önnur. "Nú ákvað ég að persónugera þau eins og manneskjur sem eru að bíða eftir einhverju, en vita ekki hverju. Þau eru dálítið einmanaleg í bið sinni og því ákvað ég að gefa þeim andlitslyftingu og lyfta þeim þannig upp." Verkið kallast "Sjö systur" með vísun í stjörnunar sjö á himnafestingunni og goðsögnina sem þeim fylgir. Hitt verkið á sýningunni byggir á 20 stykkjum af A4 stærð af sandpappír, sem Serge hefur prentað á andlitsmyndir, af konum sem eru munnlausar. "Verkið heitir "Hinar hljóðu," en ég tók myndir af erótískum vefsíðum sem sýna konur og setti á sandpappírinn. Hugmyndin að baki bæði þessu verki og brettaverkinu snýr að því sem er yfirgefið á einhvern hátt, skilið eftir og ekki hefur verið hugsað um. Þegar ég var til dæmis að setja andlitsmyndirnar af munnlausu konunum á sandpappírinn, þá var eins og ég væri að setja þær í jihad-búning, með hulu fyrir munninn. Þannig fór ég að hugsa um þær öfgar sem eru ráðandi annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar Austurlöndum. Konan er berstrípuð án blygðunar í okkar heimi en fullkomlega hulin í Austurlöndum. Þá eru brettin eins og konurnar á erótísku vefsíðunum nafnlaus." Að sögn Serge eru þetta helstu viðfangsefni sýningarinnar sem var opnuð í gær. Sýningin í 101 galleríi stendur til 2. september og er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá 14-18. Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýningarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimmeri í ýmsum litum. "Ég fékk hugmyndina þegar ég var á göngu að vetri til við höfnina í Reykjavík og rak augun í bretti sem glitraði svo fallega vegna frostrósa sem myndast höfðu á því. Síðar tók ég að safna flutningabrettum í hverfinu mínu af mismunandi stærðum." Serge segist áður hafa haldið sýningu á brettum í Frakklandi en þá var hugmyndin að baki verkunum önnur. "Nú ákvað ég að persónugera þau eins og manneskjur sem eru að bíða eftir einhverju, en vita ekki hverju. Þau eru dálítið einmanaleg í bið sinni og því ákvað ég að gefa þeim andlitslyftingu og lyfta þeim þannig upp." Verkið kallast "Sjö systur" með vísun í stjörnunar sjö á himnafestingunni og goðsögnina sem þeim fylgir. Hitt verkið á sýningunni byggir á 20 stykkjum af A4 stærð af sandpappír, sem Serge hefur prentað á andlitsmyndir, af konum sem eru munnlausar. "Verkið heitir "Hinar hljóðu," en ég tók myndir af erótískum vefsíðum sem sýna konur og setti á sandpappírinn. Hugmyndin að baki bæði þessu verki og brettaverkinu snýr að því sem er yfirgefið á einhvern hátt, skilið eftir og ekki hefur verið hugsað um. Þegar ég var til dæmis að setja andlitsmyndirnar af munnlausu konunum á sandpappírinn, þá var eins og ég væri að setja þær í jihad-búning, með hulu fyrir munninn. Þannig fór ég að hugsa um þær öfgar sem eru ráðandi annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar Austurlöndum. Konan er berstrípuð án blygðunar í okkar heimi en fullkomlega hulin í Austurlöndum. Þá eru brettin eins og konurnar á erótísku vefsíðunum nafnlaus." Að sögn Serge eru þetta helstu viðfangsefni sýningarinnar sem var opnuð í gær. Sýningin í 101 galleríi stendur til 2. september og er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá 14-18.
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið