Lífið

Síðasta yfirlýsing Johnny Cash

Platan American V: A Hundred Highways inniheldur upptökur frá síðustu ævidögum Johnny Cash.
Platan American V: A Hundred Highways inniheldur upptökur frá síðustu ævidögum Johnny Cash.

Platan American V: A Hundred Higways með bandarísku kántrí goðsögninni Johnny Cash er kominn út, þremur árum eftir dauða hans. Á plötunni er að finna nokkrar af hans allra síðustu upptökum sem meðal annars voru teknar upp á tímabilinu frá dauða eiginkonu hans June Carter og fram að dauða hans í október 2003.

Líkt og á hinum plötunum í American seríunni byggist hún að mestu leyti upp á tökulögum eftir aðra fræga listamenn. Rick Rubin annaðist upptökustjórn og hljóðblöndun líkt og hann hafði gert á hinum plötunum. Þessi lög eru lokayfirlýsing Johnny Cash, sagði Rubin í nýlegu viðtali. Þetta er tónlistin sem hann vildi að við hin heyrðum. Að mínu mati er þetta besta platan í American seríunni, hún hefur öðruvísi karakter en hinar og á endanum verður þetta ein af hans bestu plötum.

Cash náði að klára allan söng á plötunni áður en hann lést en allt undirspil var ekki fullklárað fyrr en í byrjun þessa árs. Cash samdi tvö lög á plötunni en önnur lög á plötunni eru meðal annars tökulög eftir Bruce Spingsteen, Gordon Lightfood og Hank Williams. Talið er að Cash hafi tekið upp nærri því 50 lög á síðustu mánuðum ævinnar og er talið líklegt að sjötta platan í American seríunni líti dagsins ljós áður en langt um líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×