Hin blíðu hraun í Hafnarborg 11. júlí 2006 12:00 Hraunið í íslenskri samtímalist Fjöbreytileg verk er að finna á sýningunni í Hafnarborg. MYND/Hörður Yfirskrift sýningarinnar Hin blíðu hraun er tilvitnun í Jóhannes Kjarval, en með henni er sjónum beint að hrauninu sem er í Hafnarfirði allt um kring. Um síðustu helgi opnaði sýning tólf listamanna í Hafnarborg, en þeir sækja allir innblástur sinn í hraunið líkt og Kjarval forðum daga. Listamennirnir eru Anna Líndal, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Erling TV Klingenberg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson, Kristbergur Pétursson, Patrick Huse, Ragna Róbertsdóttir, Spessi og Steina Vasulka. Unnið er með hina ýmsu miðla á sýningunni, allt frá málverkum, skúlptúrum, lágmyndum, til myndbandsverka. Að sögn Jóns Proppé listfræðings eru verkin mjög fjölbreytileg, allt frá að hafa beina vísun í viðfangsefnið, yfir í að vera mjög abstrakt. Hér eru á ferðinni listamenn sem allir hafa sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins undanfarin ár. Þeir eru á ýmsum aldri, en þeir yngstu eru um þrítugt og þeir elstu eru að nálgast sextugt. Jón segist lengi hafa alið með sér þann draum að skipuleggja sýningu tengda hrauni. Ég ólst upp hér í Hafnarfirði og naut þess að búa við fegurð hraunsins sem umlykur allt. Þegar til kom að ræða þessa hugmynd við réttu aðilana var henni tekið fagnandi og listamennirnir sem koma að sýningunni hafa allir fengist við hraun í verkum sínum eða efni sem tengjast hrauni. Það er frábært að sjá að þetta viðfang, sem Kjarval kenndi okkur ef til vill fyrstur að meta, lifir í samtímalist, jafnt hjá ungum sem öldnum. Stærsta verkið á sýningunni er jafnframt gjörningur sem listamaðurinn Halldór Ásgeirsson mun sýna, en hann verður unninn fyrir utan listasafnið á hverjum laugardegi. Halldór hefur lengi unnið með hraun, brætt það og teygt á alla vegu en nú vinnur hann með vikurstein sem hann bræðir með logsuðutæki. Við smíðuðum risastóran múraðan steinkassa sem er mikið meira en mannhæðahár og jafn á alla kanta. Hann er alls staðar lokaður, hliðar, loft og gólf, en Halldór mætti á laugardaginn með logsuðugræjurnar og bræddi sér leið inn í steininn á tveimur stöðum. Hann heldur síðan gjörningnum áfram og afraksturinn á eftir að verða afskaplega fallegur, því þegar vikursteinn bráðnar þá breytist hann í svartan gljáandi glerung. Verkið klárar Halldór á næstu sjö vikunum, segir Jón. Þetta er langstærsta verkið sem Halldór hefur unnið með og segja má að það sé mjög karlmannlegt. Enn á eftir að finna skúlptúrnum endanlegan stað, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn Jóns. Meðan á sýningunni stendur verður jafnframt fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg og í Höfða, húsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, en félagið stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnarborg. Boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu í skógræktinni frá hádegi á laugardögum. Í Hafnarborg verður líka leiðsögn og ýmsir gjörningar á laugardögum klukkan 16 og loks verða fyrirlestrar um náttúrufræði og listir í Hafnarborg á fimmtudagskvöldum kl. 20 en fimmtudaga er sýningin jafnframt opin lengur, frá 11-21. Sýningin stendur til 28. ágúst. Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Yfirskrift sýningarinnar Hin blíðu hraun er tilvitnun í Jóhannes Kjarval, en með henni er sjónum beint að hrauninu sem er í Hafnarfirði allt um kring. Um síðustu helgi opnaði sýning tólf listamanna í Hafnarborg, en þeir sækja allir innblástur sinn í hraunið líkt og Kjarval forðum daga. Listamennirnir eru Anna Líndal, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Erling TV Klingenberg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson, Kristbergur Pétursson, Patrick Huse, Ragna Róbertsdóttir, Spessi og Steina Vasulka. Unnið er með hina ýmsu miðla á sýningunni, allt frá málverkum, skúlptúrum, lágmyndum, til myndbandsverka. Að sögn Jóns Proppé listfræðings eru verkin mjög fjölbreytileg, allt frá að hafa beina vísun í viðfangsefnið, yfir í að vera mjög abstrakt. Hér eru á ferðinni listamenn sem allir hafa sýnt víða og lagt drjúgan skerf til listalífsins undanfarin ár. Þeir eru á ýmsum aldri, en þeir yngstu eru um þrítugt og þeir elstu eru að nálgast sextugt. Jón segist lengi hafa alið með sér þann draum að skipuleggja sýningu tengda hrauni. Ég ólst upp hér í Hafnarfirði og naut þess að búa við fegurð hraunsins sem umlykur allt. Þegar til kom að ræða þessa hugmynd við réttu aðilana var henni tekið fagnandi og listamennirnir sem koma að sýningunni hafa allir fengist við hraun í verkum sínum eða efni sem tengjast hrauni. Það er frábært að sjá að þetta viðfang, sem Kjarval kenndi okkur ef til vill fyrstur að meta, lifir í samtímalist, jafnt hjá ungum sem öldnum. Stærsta verkið á sýningunni er jafnframt gjörningur sem listamaðurinn Halldór Ásgeirsson mun sýna, en hann verður unninn fyrir utan listasafnið á hverjum laugardegi. Halldór hefur lengi unnið með hraun, brætt það og teygt á alla vegu en nú vinnur hann með vikurstein sem hann bræðir með logsuðutæki. Við smíðuðum risastóran múraðan steinkassa sem er mikið meira en mannhæðahár og jafn á alla kanta. Hann er alls staðar lokaður, hliðar, loft og gólf, en Halldór mætti á laugardaginn með logsuðugræjurnar og bræddi sér leið inn í steininn á tveimur stöðum. Hann heldur síðan gjörningnum áfram og afraksturinn á eftir að verða afskaplega fallegur, því þegar vikursteinn bráðnar þá breytist hann í svartan gljáandi glerung. Verkið klárar Halldór á næstu sjö vikunum, segir Jón. Þetta er langstærsta verkið sem Halldór hefur unnið með og segja má að það sé mjög karlmannlegt. Enn á eftir að finna skúlptúrnum endanlegan stað, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn Jóns. Meðan á sýningunni stendur verður jafnframt fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg og í Höfða, húsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, en félagið stendur að sýningunni í samvinnu við Hafnarborg. Boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu í skógræktinni frá hádegi á laugardögum. Í Hafnarborg verður líka leiðsögn og ýmsir gjörningar á laugardögum klukkan 16 og loks verða fyrirlestrar um náttúrufræði og listir í Hafnarborg á fimmtudagskvöldum kl. 20 en fimmtudaga er sýningin jafnframt opin lengur, frá 11-21. Sýningin stendur til 28. ágúst.
Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira